Mannauðstorg ríkisins: Starfsþróun
Skyldur styrkþega norrænna starfsmannaskipta
Styrkþegi hefur vinnuskyldu meðan á skiptidvölinni stendur og ber honum að fylgja reglum þeirrar stofnunar sem hann dvelur hjá um vinnutíma og sinna þeirri vinnu sem honum er falin.
Á þetta við um allar þær reglur sem gilda á staðnum svo sem þagnarskyldu. Sé þess krafist, skal styrkþeginn undirrita reglur þeirrar stofnunar sem dvalið er hjá, um þagnarskyldu o.fl.
Verði rof á dvöl starfsmanns skal fjármála- og efnahagsráðuneytinu tafarlaust tilkynnt um það.
Innan tveggja mánaða eftir heimkomu skal styrkþegi senda skýrslu til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um dvölina. Úrdráttur úr skýrslum styrkþega er sendur til Norrænu ráðherranefndarinnar, en þar er safnað saman upplýsingum frá öllum styrkþegum og sameiginlegt mat lagt á ávinninginn af starfsmannaskiptunum. Styrkþegi fær sendan rafrænan gátlista og eyðublað að dvöl lokinni fyrir skýrslugjöf.
Tengt efni
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Mannauðstorg ríkisins
Ábyrgðaraðilar síðunnar eru Kjara- og mannauðssýsla ríkisins og Mannauðssvið Fjársýslunnar.