Rannsóknasjóður

Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni sem efla stöðu vísindastarfs á Íslandi.
Styrkir Rannsóknasjóðs
Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum ráðherranefndar um vísindi og nýsköpun og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.
Boðið er upp á fimm styrktegundir: verkefnisstyrki, nýliðunarstyrki, öndvegisstyrki, nýdoktorsstyrki og doktorsnemastyrki.
Rannsóknasjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Doktorsnemastyrkur Rannsóknasjóðs
Styrkir ætlaðir doktorsnemum sem sækja um í eigin nafni en í samráði við leiðbeinendur.
01.09.2021 - 01.10.2021
Frestur var til 01. október 2021
Innlent, Rannsóknir
Rannsóknasjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Nýdoktorsstyrkur Rannsóknasjóðs
Styrkirnir eru ætlaðir til uppbyggingar starfsferils ungra vísindamanna innan rannsóknasamfélagsins. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsgráðu.
03.05.2021 - 15.06.2021
Frestur var til 15. júní 2021
Innlent, Rannsóknir
Rannsóknasjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Nýliðunarstyrkir Rannsóknasjóðs
Nýliðunarstyrkur hefur það að markmiði að gera framúrskarandi ungu vísindafólki kleift að byggja upp sjálfstæðar rannsóknir við íslenska háskóla eða rannsóknastofnanir.
04.05.2026 - 15.06.2026
Áætlað næst í maí 2026
Innlent, Rannsóknir
Rannsóknasjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Öndvegisstyrkur
Öndvegisstyrkir eru ætlaðir rannsóknarhópum til umfangsmikilla rannsóknarverkefna sem eru líkleg til að skila íslenskum rannsóknum í fremstu röð á alþjóðavettvangi.
03.05.2021 - 15.06.2021
Frestur var til 15. júní 2021
Innlent, Rannsóknir
Rannsóknasjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Verkefnisstyrkur Rannsóknasjóðs
Rannsóknarverkefni geta verið af ýmsum toga og á öllum sviðum vísinda og fræða. Þjálfun ungra vísindamanna með þátttöku framhaldsnema og/eða nýdoktora styrkir umsóknina.
01.09.2021 - 01.10.2021
Frestur var til 01. október 2021
Innlent, Rannsóknir
Þeir sem hafa lokið rannsóknarnámi við alþjóðlega viðurkennda háskóla og hafa reynslu af rannsóknum geta sótt um. Til að geta sótt um doktorsnemastyrk þarf viðkomandi að hafa verið samþykktur inn í doktorsnám við íslenskan háskóla.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3 frá 2003. Umfang sjóðsins er ákvarðað af fjárlögum hvers árs.