Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Staða

Lokað fyrir umsóknir

Áætlað næst í maí 2026

Styrkjaflokkun

Innlent, Rannsóknir

Tegund

Fjármögnun

Þjónustuaðili

Rannsóknamið­stöð Íslands

Nýliðunarstyrkir Rannsóknasjóðs

Nýliðunarstyrkur hefur það að markmiði að gera framúrskarandi ungu vísindafólki kleift að byggja upp sjálfstæðar rannsóknir við íslenska háskóla eða rannsóknastofnanir.

Staða

Lokað fyrir umsóknir

Áætlað næst í maí 2026

Styrkjaflokkun

Innlent, Rannsóknir

Tegund

Fjármögnun

Nýliðunarstyrkir Rannsóknasjóðs

Lokað fyrir umsóknir / Áætlað næst í maí 2026

Nýliðunarstyrkir eru nýr styrkflokkur sem hefur það að markmiði að gera framúrskarandi ungu vísindafólki kleift að byggja upp sjálfstæðar rannsóknir við íslenska háskóla eða rannsóknastofnanir.

Styrkirnir eru ætlaðir umsækjendum með þriggja til tíu ára rannsóknareynslu eftir doktorspróf sem hafa sýnt framúrskarandi árangur. Styrkurinn er persónubundinn og hann má flytja á milli gestgjafastofnana á Íslandi en styrkþegi getur ekki flutt styrkinn með sér til stofnana utan Íslands. 

Umsækjandi um nýliðunarstyrk getur ekki verið verkefnisstjóri eða aðalrannsakandi (PL/PI) umsóknar í öðrum styrkflokki. 

Yfirlýsing frá gestgjafastofnun, undirrituð af til þess bærum aðila, um að umsækjandi muni hafa starfsog rannsóknaraðstöðu þar á styrktímabilinu skal fylgja umsókn. 

Hægt er að sækja um laun, rekstrarkostnað, ferðakostnað, birtingarkostnað og kostnað vegna tækjakaupa og aðkeyptrar þjónustu. Nýliðunarstyrkir eru veittir í allt að 60 mánuði.

Hverjir geta sótt um?

Styrkirnir eru ætlaðir umsækjendum með þriggja til tíu ára rannsóknareynslu eftir doktorspróf sem hafa sýnt framúrskarandi árangur.

Hvernig er sótt um?

Sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Skila þarf með verkefnalýsingu á sniðmáti nýliðunarstyrks og öðrum fylgigögnum samkvæmt handbók. Umsóknir skulu vera á ensku.

Svör við spurningum

Spurningar og fyrirspurnir skal senda á rannsoknasjodur@rannis.is.

Víðað er til handbókar Rannsóknarsjóðs fyrir frekari upplýsingar.

Þjónustuaðili

Rannsóknamið­stöð Íslands