Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknasjóður

Leiðbeiningar vegna umsókna

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Ekki er hægt að skila inn umsókn nema öllum skyldureitum sé svarað.

Skila skal verkefnislýsingu á sniðmáti sjóðsins, sem er aðgengilegt í rafrænu umsóknarkerfi sjóðsins. 

Verkefnislýsingunni er skipt upp í eftirfarandi kafla sem ekki má breyta:

  1. Markmið verkefnisins, rannsóknarspurningar/tilgátur, raunhæfi, nýnæmi og áhrif.

  2. Staða þekkingar á sviðinu.

  3. Rannsóknaráætlun og afurðir (tíma- og verkáætlun, aðferðir, vörður, staða verkefnis í dag o.s.frv.). 

  4. Verkefnisstjórnun og samstarf.

  5. Stjórnun gagna og birting niðurstaðna og gagna í opnun aðgengi.

  6. Framlag doktors- og meistaranema.

  7. Framtíðaráform í rannsóknum (á við um nýliðunar- og nýdoktorsstyrki).

Nánari upplýsingar um reglur Rannsóknasjóðs, umsóknarferli og matsferli er að finna í Handbók Rannsóknasjóðs: