Rannsóknasjóður

Mat og úthlutun
Sjö fagráð munu fjalla um umsóknir styrk ársins. Umsækjendur velja fagráð sem þeir vilja að umsóknir séu metnar í og geta auk þess merkt við allt að þrjá undirflokka (fagsvið).
Matsferli umsókna
Gildar umsóknir eru metnar af viðeigandi fagráði sem leitar álits hjá tveimur eða fleiri ytri sérfræðingum fyrir umsóknir um nýliðunar-, verkefnis- og öndvegisstyrki. Almennt er ekki er leitað til ytri sérfræðinga um álit á nýdoktors- og doktorsnemaumsóknum. Fagráðið afgreiðir hverja umsókn með rökstuddri, skriflegri greinargerð og forgangsraðar umsóknum á grunni hins faglega mats.
Einkunn vegna forgangsröðunar
Flokkur | Umsögn |
|---|---|
A1 | Framúrskarandi umsókn, nánast án galla |
A2 | Mjög góð umsókn, léttvægir veikleikar |
A3 | Sterk umsókn, minniháttar veikleikar |
B | Umsókn með einn eða fleiri takmarkandi veikleika |
C | Slök umsókn með meiriháttar veikleika eða á ekki heima sjóðnum |
Útbúinn er listi yfir hverja styrktegund fyrir sig og umsóknum raðað í flokkana þrjá: A (A1-A3), B og C. Undirflokkur A1 er ætlaður afburðaumsóknum.
Eftir fagráðsfund
Formaður fagráðs staðfestir lokamat fagráðs og kynnir matsferli og niðurstöður fyrir stjórn Rannsóknasjóðs sem tekur ákvörðun um styrkveitingu. Umsagnir ytri sérfræðinga sem berast eftir fagráðsfundi en fyrir stjórnarfund eru ræddar af fagráðsmönnum í gegnum fjarfundabúnað. Einkunn umsóknar er staðfest eða breytt í samræmi við þá umræðu.
Sjá nánar í Handbók Rannsóknasjóðs: