Sjóður
Rannsóknasjóður
Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 01. október 2021
Umsóknartímabil
01.09.2021 - 01.10.2021
Styrkjaflokkun
Innlent, Rannsóknir
Tegund
Fjármögnun
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands
Verkefnisstyrkur Rannsóknasjóðs
Rannsóknarverkefni geta verið af ýmsum toga og á öllum sviðum vísinda og fræða. Þjálfun ungra vísindamanna með þátttöku framhaldsnema og/eða nýdoktora styrkir umsóknina.
Sjóður
Rannsóknasjóður
Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 01. október 2021
Umsóknartímabil
01.09.2021 - 01.10.2021
Styrkjaflokkun
Innlent, Rannsóknir
Tegund
Fjármögnun
Verkefnisstyrkur Rannsóknasjóðs
Lokað fyrir umsóknir / Frestur var til 01. október 2021
Af styrkflokkum Rannsóknasjóðs er flokkur verkefnisstyrkja sá stærsti. Rannsóknarverkefni geta verið af ýmsum toga og á öllum sviðum vísinda og fræða; sjóðurinn er opinn samkeppnissjóður og leggur ekki áherslu á eitt svið frekar en annað. Það getur styrkt umsóknir á ákveðnum fræðasviðum ef rannsóknahópur stendur að þeim. Jafnframt styrkir þjálfun ungra vísindamanna með þátttöku framhaldsnema og/eða nýdoktora umsóknina.
Fyrir verkefnisstjóra er gerð krafa um að lágmarki þriggja ára rannsóknareynslu eftir doktorspróf.
Ekki er hægt að vera verkefnisstjóri eða aðalrannsakandi (PL/PI) á fleiri en einni umsókn um verkefnisstyrk.
Hafi aðalrannsakandi (PL) eða verkefnisstjóri (PI) hlotið verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði í síðustu úthlutun getur viðkomandi ekki sótt um verkefnisstyrk.
Hægt er að sækja um laun, rekstrarkostnað, ferðakostnað, birtingarkostnað og kostnað vegna tækjakaupa og aðkeyptrar þjónustu. Verkefnisstyrkir eru veittir í allt að 36 mánuði.
Hverjir geta sótt um?
Fyrir umsækjanda/verkefnisstjóra verkefnastyrks er gerð krafa um að lágmarki þriggja ára rannsóknareynslu eftir doktorspróf.
Hvernig er sótt um?
Sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Skila þarf með verkefnalýsingu á sniðmáti verkefnastyrks og öðrum fylgigögnum samkvæmt handbók. Umsóknir skulu vera á ensku.
Svör við spurningum
Spurningar og fyrirspurnir skal senda á rannsoknasjodur@rannis.is
Þjónustuaðili