Öll skip sem leggja úr höfn þurfa gilt haffærisskírteini
Þegar skip hefur staðist allar nauðsynlegar skoðanir gefur Samgöngustofa út haffærisskírteini fyrir skipið. Skip má ekki halda úr höfn nema með gilt haffærisskírteini.
Fylgigögn umsóknar
Staðfesting á greiðslu fyrir haffærisskírteini ef um skemmtibát er að ræða
Önnur skírteini
Einnig þarf að óska eftir útgáfu annara skírteina háð skipsgerð
Lög og reglugerðir
Skipalög nr. 66/2021
Reglugerð um skoðanir á skipum og búnaði þeirra nr. 466/2023
Þjónustuaðili
Samgöngustofa