Upplýsa þarf Samgöngustofu um hvernig eftirliti á smíðatíma skuli háttað. Hvort sem það er vegna nýsmíða eða breytinga
Eftirfarandi aðilar geta framkvæmt eftirlit með nýsmíði og breytingum:
Sé skip í flokkunarfélagi annast flokkunarfélag eftirlit með smíði og breytingum hvað flesta þætti skipsins varðar.
Samgöngustofa hefur eftirlit með nýsmíði og breytingum sé skip ekki í flokkunarfélagi.
Þá falla nokkrir þættir flokkaðs skips undir eftirlit Samgöngustofu t.d. íbúðir og eldvarnir í fiskiskipum.
Skoðunarstofu er þó heimilt að hafa eftirlit með smíði og breytingum ef bátur er undir 15 metrum að mestu lengd.
Ef óskað er eftir því að Samgöngustofa annist eftirlit með smíði þarf að sækja um það.
Skoðunarstöðvar og flokkunarfélög þurfa að senda niðurstöður eftirlits til Samgöngustofu þegar eftirliti er lokið.
Lög og reglur
Skipalög nr. 66/2021
Reglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994.
Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr.122/2004.
Reglugerð um farþegaskip í innanlandssiglingum, nr. 666/2001.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa