Áður en skip er tekið í notkun þarf að framkvæma allsherjarskoðun eða upphafsskoðun á skipinu, sem samanstendur af amk. 5 mismunandi skoðunum á búnaði og frágangi á smíði skips. Skipið getur þurft að undirgangast aðrar skoðanir að teknu tilliti til stærðar skipsins, hafsvæði sem það er starfrækt og þeirra skírteina sem skipið skal fá. Nánar er mælt um nauðsynleg skírteini fyrir skip inná síðunni útgáfa skírteina háð skipsgerð.
Upphafsskoðun er framkvæmd af Samgöngustofu og eftirlitsmenn Samgöngustofu upplýsa um hvaða skoðanir eiga við hverju sinni.
Óskað er eftir upphafsskoðun með því að senda inn beiðni um skoðun á skipi og búnaði.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa