Til að skip haldi haffæri skulu þau skoðuð reglulega. Skoðanir skulu fara fram árlega miðað við afmælisdagsetningu skipsins. Frekari upplýsingar um skoðunarfyrirkomulag skipa ásamt útskýringum á afmælisdagsetningu og skoðunarglugga er að finna á síðunni skoðunarfyrirkomulag skipa. Hægt er að sjá skoðunarhandbækur á síðunni skoðunarhandbækur.
Óflokkuð skip
Samgöngustofa og faggiltar skoðunarstofur framkvæma skoðanir á skipum sem ekki eru í flokki hjá flokkunarfélagi. Þær skoðanir sem skipið skal undirgangast tekur mið af gerð og stærð skipsins, en algengustu skoðanirnar eru
búnaðarskoðun
fjarskiptaskoðun
bolskoðun
botnskoðun
þykktarmæling
vél- og rafmagnsskoðun
öxul- og stýrisskoðun
Flokkuð skip
Flokkuð skip skulu undirgangast skoðanir til að viðhalda flokkun sinni (flokkunarfélags skoðanir), en auk þess skulu þau sæta skoðunum líkt og óflokkuð skip. Flokkunarfélög framkvæma í flestum tilvikum þessar skoðanir í samræmi við samning milli Samgöngustofu og flokkunarfélagsins. Bent er á að hafa samband við flokkunarfélög varðandi skoðanir þeirra.
Laga og reglugerðastoð
Skipalög nr. 66/2021.
Reglugerð um skoðanir á skipum og búnaði þeirra nr. 466/2023.
Þjónustuaðili
SamgöngustofaÁbyrgðaraðili
Samgöngustofa