Fara beint í efnið

Skráning skipa og báta á skipaskrá

Skráning skipa og báta á skipaskrá

Skip og báta skal skrá á skipaskrá um leið og þau komast í eign íslensks aðila þau eru eitt af eftirfarandi:

  • Nýsmíði

  • Notuð og innflutt

  • Búin að fara í gegnum breytingu og breyta þarf skráningu í samræmi

Öll skip 6 metrar og lengri eru skráningarskyld. Skip styttri en 6 metrar, sem nota skal í atvinnurekstri eru einnig skráningarskyld.

Skráning

Skráning skips á skipaskrá og útgáfa skírteina er loka skref í samþykktarferli skips. Sjá nánar umfjöllun um nýsmíði og innflutning.

Eigandi skips ber ábyrgð á skráningu. 

Réttur til skráningar

Heimilt er að skrá skip hér á landi í eigu íslenskra ríkisborgara, íslenskra lögaðila með lögheimili hér á landi, ríkisborgara annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og færeyskra ríkisborgara.

Um eignarhald fiskiskipa eru sérstakar reglur.

Fylgigögn:

  • Skipasmíðaskírteini eða eignarheimildabréf (þarf að vera þinglýst ef skip er 5 bt. að stærð eða stærra)

  • Yfirlýsing um hlut erlendra aðila í hlutafélagi (ef hlutafélag er eigandi skips og erlendir aðilar meðal hluthafa þarf að fylgja yfirlýsing um stærð eignarhlutar þeirra)

Kostnaður:
Fast gjald skal greitt af skírteinum í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu

Skráning skipa og báta á skipaskrá

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Ábyrgðaraðili

Samgöngu­stofa