Áður en nýsmíði á skipum og bátum hefst, þarf að senda á Samgöngustofu teikningar, verklýsingar og önnur nauðsynleg gögn (tæknileg gögn) til umsagnar og samþykktar.
Skrá þarf öll skip sem er 6 metrar á lengd eða stærra, mælt milli stafna, í skipaskrá.
Ferlið
Samþykktarferli vegna nýsmíðar á skipi og þar til leyfilegt er að sigla á því er eftirfarandi:
Tæknileg gögn - Tilkynna þarf Samgöngustofu um smíði á skipi og senda inn tæknileg gögn til samþykktar.
Eftirlit með smíði - Eftir að Samgöngustofa fer yfir og samþykkir gögnin, eru þau send á skipasmíðastöð eða hönnuði og á skoðunarstofu eða flokkunarfélag, sem hefur eftirlit með smíðinni.
Stöðugleiki - Samþykkja þarf stöðugleikagöng fyrir skipið og framkvæma hallaprófun fyrir öll skip önnur en opna báta undir 15 metrum mestu lengdar.
Mæling skips - Framkvæma þarf mælingar til að staðfesta skipslengdir eins og skráningarlengd, mesta lengd og brúttótonnaútreikninga.
Upphafsskoðun - Framkvæma þarf upphafsskoðun, á skipinu áður en það er tekið í notkun. Þetta felur í sér skoðun á öllum atriðum, sem tengjast þeirri notkun sem skipinu er ætlað.
Skráning á skipaskrá - Nýskrá skal öll nýsmíðuð skip á skipaskrá og að lokinni og staðinni upphafsskoðun er hægt að skrá skipið á skipaskrá.
Útgáfa skírteina - Þegar skip hefur staðist allar nauðsynlegar skoðanir er hægt að gefa út haffærisskírteini og önnur skipsskírteina tengdum rekstri skips. Skip má ekki fara í rekstur fyrr en haffærisskírteini hefur verið útgefið.
Kostnaður
Í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu skal greiða:
Vegna nýsmíði á skipi greiðist tímagjald a. í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu sem birt er á síðunni gjaldskrá Samgöngustofu
Ferðakostnaður - þurfi starfsmaður samgöngustofu að ferðast vegna vinnu í tengslum við samþykkt á skipum. Ferðakostaður skal greiddur í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu
Fast gjald skal greitt af skírteinum í samræmi við gjaldskrá Samgöngustofu
Lög og reglugerðir
Skipalög nr. 66/2021.
Reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd.
Reglugerð nr. 592/1994 um smíði, hönnun og búnað skipa með mestu lengd allt að 15 metrar.
Reglugerð nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum.
Reglugerð nr. 466/2023 um skoðanir á skipum og búnaði þeirra.
Reglugerð nr. 189/1994 um björgunar og öryggisbúnað íslenskra skipa.
Þjónustuaðili
SamgöngustofaÁbyrgðaraðili
Samgöngustofa