Fyrirkomulagsteikning
sem sýnir bæði lóðréttan og láréttan langskurð af bátnum, þar sem fram koma skilrúm og aðrar styrkingar ásamt undirstöðum fyrir vél og annan búnað. Á fyrirkomulagsteikningunni skal einnig koma fram staðsetning vélar, eldsneytisgeyma, loftrása og þess háttar ásamt fyrirkomulagi í vistarverum.
Útlitsteikning
sem sýnir til dæmis dyr, glugga, neyðarútganga, lestarop, austurop eða frárennsli af þilfari, björgunarstiga, handrið, festartæki, siglinga- og fiskveiðiljós, staðsetningu gúmbáts.
Miðbandsteikning og minnst einn þverskurður fyrir framan og annar fyrir aftan miðbandið
þar sem fram koma efnismál og uppbygging bols og allar tengingar, svo sem tenging þilfars við súð, stýrishúss við þilfar og þess háttar.
Lúgur og lokunarbúnaður þeirra
Mastur og bóma
Vélarundirstaða
Stýri
þar sem fram koma efnismál, efnisgæði og festing við bol, fyrirkomulag stýrisins og möguleikar á neyðarstýringu.
Skrúfubúnaður
Eldsneytisgeymar
þar sem tilgreind er efnistegund og efnismál. Einnig skal sýna eldsneytislagnir, loka og síur.
Austurbúnaður
þar sem tilgreind eru afköst á dælum og sýndar síur og lokar.
Sjólagnir og lokar
Eldvarnir
þar sem sýnt er fyrirkomulag á föstum slökkvibúnaði, staðsetning kolsýrukúta og dreifistúta og fyrirkomulag stjórnbúnaðar slökkvibúnaðar og brunaboða. Ennfremur skal sýna frágang við eldavélar og rafmagnsofna.
Gastæki vegna upphitunar
Rafbúnaður
þar sem fram kemur gerð og þverskurðarflatarmál strengja og gerð og stærð vara, rafgeyma og þess hátar, ásamt þéttleikastuðli rafbúnaðar á mismunandi stöðum í bátnum.
Línuteikningar
Öryggisplan ef um farþegabát er að ræða
Samgöngustofa getur farið fram á viðbótargögn eftir því sem hönnun og frágangur gefur tilefni til.