Fara beint í efnið

Stöðugleiki og hallaprófun skipa og báta

Umsókn um samþykkt stöðugleikagagna og eftirlit með framkvæmd á hallaprófun

Á þessari síðu

Samgöngustofa hefur eftirlit með að skip uppfylli ákvæði um stöðugleika og halla- og hleðsluprófa þarf öll þilfarsskip áður en þau eru skráð í skipaskrá.

Hallaprófun

Hallaprófa þarf öll skip, áður en þau eru skráð í skipaskrá til að ákvarða raunverulega þyngdarmiðju skipsins.

Einnig þarf að hallaprófa skip sem breytingar hafa verið gerðar á.

Í hallaprófun er skipinu hallað með því að færa lóð milli borða og halli skipsins mældur til að ákvarða eiginleika skipsins. Framkvæmd hallaprófunar skal unnin undir eftirliti verkfræðings á vegum Samgöngustofu. Að hallaprófun lokinni þarf að senda til Samgöngustofu

  • skýrslu um prófunina.

  • stöðugleikagögn fyrir skipið.

Opnir bátar minni en 15 metrar

Opna báta minni en 15 metrar má annaðhvort hallaprófa eða veltiprófa. Veltiprófun er framkvæmd á eftirfarandi hátt:

  • landfestar eru hafðar slakar og bátur laus frá bryggju.

  • bátnum er velt borð í borð.

  • þegar velta bátsins er orðin hæfileg (2-6 gráður) er báturinn látinn velta frjáls.

  • heildartíminn sem það tekur bátinn að velta amk 3 heilar veltur er mældur (ein velta er milli bakborða-stjórnborða-bakborða eða öfugt) og tími einnar veltu í sekúndum er fundinn með því að deila fjölda veltna í heildartímann.

  • sé tími einnar veltu lengri en breidd bátsins er talið tilefni til þess að láta fagaðila kanna stöðugleika bátsins.

Frekari upplýsingar um framkvæmd á veltiprófun er að finna í vinnulýsingu nr. 2119 um stöðugleika báta undir 15 metrum mestu lengdar sem hægt er að óska eftir með því að senda póst á skipataeknideild@samgongustofa.is.

Ítarefni um stöðugleika skipa

Eyðublað vegna veltiprófunar

Kostnaður

Kostnaður vegna yfirferðar á stöðugleikagögnum í samræmi við þjónustugjaldskrá og greiðast af eigendum skipanna. Gjaldtaka miðast við framlagða vinnu við yfirferð.

Lög og reglur
  • Skipalög nr. 66/2021

  • Reglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994.

  • Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr.122/2004.

  • Reglugerð um farþegaskip í innanlandssiglingum, nr. 666/2001.

Umsókn um samþykkt stöðugleikagagna og eftirlit með framkvæmd á hallaprófun

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa