Um Gagnagátt og almennar leiðbeiningar
Skjöl
Undir Þjónusta SÍ birtist allur sá aðgangur sem er á viðkomandi aðgangi. Ef ýtt er á heiti flokks, eins og Skjöl þá opnast fleiri valmöguleikar þar undir.
Undir Skjöl opnast gluggi þar sem m.a. er hægt að smella á Bréf. Sjálfgefið birtast öll
„ólesin“ bréf, en hægt er að greina á milli lesinna og ólesinna bréfa á því að línan fyrir ólesnu bréfin er feitletruð. Um leið og búið er að opna bréfið verður letrið venjulegt og þau hverfa úr þessari mynd. Til að sjá og leita að bæði lesnum og ólesnum bréfum er hakað í Virkja leitarskilyrði og er þar hægt að velja dagsetningu þess tímabils sem á að leita í.
Ef smellt er á heiti dálks (til dæmis Kennitala) þá er bréfum raðað frá lægsta gildi til þess hæsta. Eins og sést hér á mynd fyrir neðan er röðunin eftir Dagsetning og birtist þá ör niður fyrir aftan nafnið. Dálkurinn Heiti gefur til dæ uppmislýsingar um uppruna bréfsins, það er úr hvaða málaflokki Sjúkratrygginga bréfið berst. Heiti og tegund gefa notendum möguleika á að flokka bréfin og einfalda þeim að nálgast bréf sem þeir þurfa að skoða.
Ef smellt er á „Prenta“ hnappinn þá eru upplýsingarnar í glugganum prentaðar. Við hverja línu bréfs er merki sem sýnir á hvaða formi bréfið er. Með því að smella á táknmyndina fyrir .pdf skrár, þá er bréfið sótt niður á tölvuna og hægt að opna.
Ath. Ef starfsmenn Sjúkratrygginga skrá skýringu með bréfinu birtist i fyrir ofan táknmyndina fyrir pdf skjöl.
Með því að setja bendilinn yfir (i) birtist skýringin.
Til að nálgast greiðsluskjöl/kvittanir er smellt á Greiðsluskjöl undir Skjöl. Þar birtast öll greiðsluskjöl sem sent hafa verið á kennitölu sem er á bakvið viðkomandi aðgang.
Táknmyndirnar sem birtast fyrir aftan reitinn fyrir fjárhæðir hafa eftirfarandi skýringu:
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar