Um Gagnagátt og almennar leiðbeiningar
Í Gagnagátt eru birtar upplýsingar um viðskipti rekstraraðila við Sjúkratryggingar, s.s. greiðsluskjöl, bréf og ýmis yfirlit í tengslum við greiðslur. Aðgang fá allir rekstraraðilar og heilbrigðisstarfsmenn sem eru í viðskiptum við Sjúkratryggingar.
Upplýsingar um greiðslur eru á kennitölu rekstraraðila en fagleg samskipti, s.s. vegna vottorða og bréfa til læknis, eru á kennitölu viðkomandi.
Til að fara inn í Gagnagátt er smellt á Gagnagátt á vefsíðu Sjúkratrygginga.



Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar