Fara beint í efnið

Undir SkjalaskilRafræn skil á skrá er hægt að skila inn gögnum á öruggan rafrænan hátt til Sjúkratrygginga.

GG leiðbeiningar 12

Undir Tegund skila er hægt að velja þann málaflokk sem á að senda gögn á. Ef enginn flokkur er í boði eða vantar inn réttan flokk er hægt að senda póst á hjalp@sjukra.is og óska eftir því að opnað sé fyrir viðeigandi flokk skila. Hægt er að skrá skýringu inn undir Skýring en sá reitur er valkvæður.

Skjalið sem á að senda er valið og það dregið yfir gluggann Skrár til að skila. Einnig er hægt að ýta á Finna skrá, þá opnast gluggi þar sem hægt er að finna skjalið/skjölin sem á að senda. Hægt er að velja mörg skjöl í einu. Ef rangt skjal hefur verið valið þá er hægt að „eyða“ því áður en sent er með því að smella á rautt X undir Aðgerðir.

Til að ganga frá sendingunni skal ýta á hnappinn Senda. Staðfesting á móttöku skjalanna birtist og skjölin birtast undir Innsendar skrár.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar