Með undirritun sinni á umsókn staðfestir umsækjandi að upplýsingar sem þar eru skráðar séu réttar. Um vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við meðferð málsins er farið eftir ákvæðum 50. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, ákvæðum laga númer 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og eftir lögum nr. 97/1997 um réttindi sjúklinga, þegar við á, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga nr. 45/2015. Farið er með allar upplýsingar sem tengjast umsókninni sem trúnaðarmál.
Við vinnslu persónuupplýsinga eru gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi gagnanna. Miðlun gagna fer fram í gegnum öruggar vefgáttir, skv. 50. gr. laga nr. 112/2008. Málsgögn verða varðveitt í öruggu rekstrarumhverfi Sjúkratrygginga. Um varðveislu gagna fer eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.
Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Sjúkratryggingum og persónuvernd er að finna í persónuverndarskilmálum Sjúkratrygginga.
Söfnun upplýsinga:
Sjúkratryggingar munu við vinnslu umsóknar um bætur úr slysatryggingum almannatrygginga afla upplýsinga, ef það er talið nauðsynlegt, frá eftirfarandi stofnunum:
Vinnumálastofnun:
Upplýsingar um tímabil atvinnuleysisbóta og greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði frá Vinnumálastofnun
Skattinum:
Upplýsingar um launagreiðslur/reiknað endurgjald
Nafn og kennitölu launagreiðanda
Upplýsingar um hvort heimilistrygging sé í gildi
Tryggingastofnun:
Upplýsingar um örorku- eða endurhæfingarmat (stöðu)
Upplýsingar um greiðslur sem ekki má greiða samhliða bótum slysatrygginga (stöðu)
Þjóðskrá Íslands:
Upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang
Upplýsingar um börn og maka
Í einstaka tilvikum getur verið nauðsynlegt að afla upplýsinga frá atvinnurekanda , íþróttafélögum eða námsstofnunum um slysið ef þær fást ekki frá slasaða.
Söfnun upplýsinganna byggir á 3. og 5. tl. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. 3. mgr. 34. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, 3. gr. laga nr. 70/2018 um Þjóðskrá Íslands og 2. mgr. 25. gr. 45/2015, sbr. 43. gr. almannatryggingarlaga nr. 100/2007.
Umsækjandi þarf að afla eftirfarandi gagna
Áverkavottorðs, bráðamóttökuskrá eða samskiptaseðils frá fyrstu komu til læknis eftir slysið
Reikninga vegna útlagðs kostnaðar
Annarra læknisfræðilegra gagna frá meðferðaraðilum, sem eru nauðsynleg fyrir vinnslu málsins.
Miðlun upplýsinga
Sjúkratryggingar munu miðla upplýsingum um niðurstöðu máls til atvinnurekanda, íþróttafélaga og eftir atvikum til námsstofnunar, það er upplýsingum um hvort slys hafi verið samþykkt, bótaskyldu synjað eða málsmeðferð frestað. Ástæðan er að umræddir aðilar kunna að eiga rétt á endurgreiðslu útlagðs kostnaðar og/eða slysadagpeningum ef greidd hafa verið laun í veikindaforföllum vegna slyssins. Þessir aðilar fá aldrei afhentar heilsufars- eða sjúkraskrárupplýsingar.
Vinnueftirlit ríkisins kann að fá afrit umsóknar á grundvelli 4. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa kann að fá afrit þessa eyðublaðs á grundvelli 12. og 16. gr. laga nr. 18/2013.
Tryggingastofnun fær upplýsingar um bótagreiðslur sem ekki greiðast samhliða bótum stofnunarinnar, sbr. 14. gr. laga nr. 45/2015.
Tilkynni vinnuveitandi, til Sjúkratrygginga, slys fyrir hönd slasaða geta Sjúkratryggingar, að fenginni skriflegri beiðni frá slasaða, miðlað upplýsingum um þann sem tilkynnti slysið af hálfu vinnuveitanda, þ.e. nafni og netfangi, sé netfangið tengt starfsemi vinnuveitanda.
Nánar um umsóknarferlið
Ef ekki reynist unnt að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta og endurskoðun þeirra vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum sem rekja má til umsækjanda er Sjúkratryggingum heimilt að fresta ákvörðun og greiðslu bóta þar til úr því er bætt. Stofnunin skal tafarlaust gera viðkomandi viðvart ef til frestunar kemur og skora á hann að veita nauðsynlegar upplýsingar, sbr. 5. mgr. 34. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar