Fara beint í efnið

Slysatrygging – umsókn um bætur vegna slyss

Tilkynning um slys

Fylgiskjöl með umsókn

Allir umsækjendur þurfa að skila:

  1. Tilkynningu um slys, undirritaðri eða staðfestri af bæði:
    - hinum slasaða, eða aðstandanda ef um er að ræða banaslys
    - vinnuveitanda eða yfirmanni, nema í tilfelli slysa sjálfstætt starfandi eða vegna heimilisstarfa

  2. Áverkavottorði frá lækni vegna slyss.
    - vottorðið skal gefið út af þeim lækni eða heilbrigðisstofnun sem fyrst var leitað til eftir slys.
    - taka þarf fram upplýsingar um fyrstu komu vegna slyssins, tímabil óvinnufærni og framhaldsmeðferð
    - ef fyrst var leitað til Landspítala tökum við gilda bráðamóttökuskrá í stað áverkavottorðs, sem hægt er að sækja beint á vefsíðu Landspítala

  3. Beiðni um endugreiðslu sjúkrakostnaðar ásamt reikningum
    - ef greiðslumáti kemur ekki fram á reikningi þarf einnig staðfestingu á greiðslu
    - ekki þarf frumrit reikninga, heimilt er að senda gögn rafrænt

  4. Í tilfellum banaslysa er óskað eftir lögregluskýrslu ef hún er til.

  5. Í tilfellum sjóslysa er óskað eftir launaseðlum vegna afgreiðslu slysalauna til útgerðar í tengslum við tekjutryggingu sjómanna.

Tilkynning um slys

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar