Slysabætur eru greiddar þeim sem uppfylla eftirfarandi:
Hafa lent í óvæntu slysi
Teljast slysatryggð
Slysið telst bótaskylt samkvæmt slysatryggingum almannatrygginga.
Slysið sé tilkynnt tímanlega, yfirleitt innan eins árs
- að ákveðnum forsendum gefnum dugir að tilkynnt sé innan tíu ára
Þar að auki er forenda þess að sjúkrakostnaður fáist endurgreiddur að hann hafi ekki þegar verið greiddur af sjúkrasjóði, tryggingafélagi eða öðrum aðilum. Ef sótt er um á röngum forsendum getur umsækjandi verið endurkrafinn um greiðslurnar að viðbættum dráttarvöxtum.
1. Að hafa lent í óvæntu slysi
Umsækjandi þarf að hafa lent í óvæntu slysi, en með því er átt við atburð sem:
er skyndilegur og óvæntur
veldur meiðslum á líkama
áhorfandi getur áttað sig á að hafi gerst
gerist án vilja hins slasaða
verður ekki rakinn til undirliggjandi sjúkdóms hins slasaða
sé frávik frá þeirri atburðarrás sem búast mátti við
2. Að vera slysatryggð
Launþegar eru slysatryggðir ef þeir:
starfa hér á landi, án tilliti til aldurs
starfa um borð í skipi eða loftfari, íslensku eða gert út af íslenskum aðilum, og fá greidd laun hér á landi
Sjálfstætt starfandi eru slysatryggðir ef þeir:
eru atvinnurekendur í landbúnaði
- einnig tryggjast makar þeirra og börn á aldrinum 13-17starfa sjálfstætt í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði
útgerðarmenn sem sjálfir eru skipverjar
Nemendur eru slysatryggðir ef þeir eru í:
eru í löggiltu iðnnámi
starfsnámi í heilbrigðisgreinum eða raunvísindum
- verklegu námi við háskóla
Þar að auki teljast slysatryggðir:
Íþróttafólk, ef slys við íþróttiðkun uppfyllir skilyrði bótaskyldu
Björgunarsveitarfólk, ef slys við björgun uppfylir skilyrði bótaskyldu
Þeir sem slasast við heimilisstörf og merktu í viðeigandi reit á skattframtali, ef slys við heimilisstörf uppfyllir skilyrði bótaskyldu
3. Að slysið sé bótaskylt
Bótaskyld slys geta verið vinnuslys, sjóslys, og slys við heimilisstörf, íþróttaiðkun, björgunarstörf eða iðnnám. Þó eru ekki bótaskyld bílslys sem eiga sér stað 2014 eða síðar ef þau eru bótaskyld hjá vátryggingarfélagi samkvæmt lögboðinni ábyrgðartryggingu ökutækis eða lögboðinni slysatryggingu ökumanns og eiganda.
Vinnuslys
Vinnuslys teljast bótaskyld ef viðkomandi var við vinnu er slys varð og fékk greidd laun eða reiknaði sér endurgjald vegna vinnunnar. Fyrrnefnd undanþága frá bótaskyldu vegna bílslyss á við þó um vinnu sé að ræða. Slasaði telst vera við vinnu í:
vinnustað á vinnutíma, þar með talið matar- og kaffitíma.
sendiferðum samdægurs fyrir vinnustað
ferðum samdægurs milli vinnustaðar og heimilis
lengri ferðum, svo lengi sem starfsmaður er á launum í ferðinni
Sjóslys
Sjóslys teljast bótaskyld ef viðkomandi fékk greidd laun vegna vinnu eða reiknaði sér endurgjald vegna vinnunnar.
Slys við heimilisstörf
Slys við heimilisstörf geta verið bótaskyld ef hakað var við trygginguna á viðeigandi skattframtali. Slysatryggingin gildir frá 1. júní á árinu sem framtali er skilað til 31. maí árið eftir (fylgir álagningartímabili). Ekki er unnt að óska eftir slysatryggingu eftir að skattyfirvöld móttaka framtal.
Heimilisstörfin þurfa að hafa verið innt af hendi hér á landi á heimili hins tryggða eða sumarbústað sem hann dvelur í, þar með talið í bílskúrum, geymslum, afmörkuðum garði eða innkeyrslum.
Heimilisstörf sem eru slysatryggð eru meðal annars:
hefðbundin heimilisstörf, svo sem matseld og þrif
umönnun sjúkra, aldraðra og barna
viðhaldsverkefni og viðgerðir
hefðbundin garðyrkjustörf
Undanskilin slysatryggingu eru meðal annars:
slys við daglegar athafnir sem eru ekki hefðbundin heimilisstörf, svo sem að klæða sig, baða og borða
slys á ferðalögum, svo sem í tjaldi, hjólhýsi og hótelum
Slys við íþróttaiðkun
Slys íþróttafólks eru tryggð ef hinn slasaði er 16 ára eða eldri, tekur þátt íþróttaiðkun og slasast við æfingar, sýningar eða keppni. Með íþróttaiðkun er átt við að viðkomandi æfi reglubundið hjá íþróttafélagi innan vébanda Íþrótta- og Ólympiusambands Íslands (ÍSÍ).
Slys við björgunarstörf
Slys við björgunarstörf eru slysatryggð ef hinn slasaði vann að björgun manna úr lífsháska, eða vörnum gegn öðru yfirvofandi meiriháttar tjóni.
Slys við iðn- eða verknám
Slys er verða í verklegum tíma eða við vinnu sem tengist iðnnámi eða öðru námi geta verið bótaskyld ef forsendunni um óvænt slys er fullnægt.
Atvinnusjúkdómar
Sjúkdómar sem orsakast af vinnu eða aðstæðum í vinnuumhverfi teljast einnig slysatryggðir þó ekki sé beinlínis um slys að ræða. Sótt er um eins og um vinnuslys sé að ræða.
4. Að slysið sé tilkynnt tímanlega
Að jafnaði ber öll slys að tilkynna innan eins árs. Ef vandkvæðum er háð að fá undirritun atvinnurekanda á tilkynningu má leita aðstoðar lögregu.
Ef meira en ár er liðið frá slysdegi þar til slys er tilkynnt, en minna en tíu ár, má taka tilkynningu til skoðunar svo lengi sem:
atvik slyss eru alveg ljós
töfin torveldar ekki gagnaöflun um atriði sem skipta máli
unnt er að meta orsakasamband slyssins og heilsutjóns slasaða
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar