Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga

Kostnaður og endurgreiðsla

Kostnaður við meðferð

Tannlæknar eru aðilar að samningum við Sjúkratryggingar og þekkja reglur um endurgreiðslu. Þeir leggja mat á hvaða meðferð einstaklingur þarf og geta kannað greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga með því að senda rafræna fyrirspurn áður en meðferð hefst.

Tannlækni ber skylda til að upplýsa einstakling um kostnað við meðferðina, áður en meðferð hefst.

Endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum

Ekki er um beina endurgreiðslu að ræða til einstaklings. Sjúkratryggingar greiða sinn hluta kostnaðarins beint til tannlæknis sem rukkar einstakling um sinn hlut. Tannlæknir sendir Sjúkratryggingum reikning rafrænt strax að meðferð lokinni.

Gjaldskrár má finna undir Gjaldskrá og bótafjárhæðir - Tannlækningar.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar