Velkomin á vefsvæði sýslumanna. Hjá sýslumönnum nálgast þú ýmsa þjónustu ríkisins, ýmist rafrænt eða með komu á eina af mörgum skrifstofum sýslumanna víða um land. Sýslumenn annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, innheimta skatta og önnur gjöld, sinna fjölskyldumálum og almannatryggingum og ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum og fleiru.
Fréttir og tilkynningar
Útgáfa sveinsbréfa til sýslumannsins á Suðurlandi
Útgáfa sveinsbréfa hefur verið færð til embættis sýslumannsins á Suðurlandi og taka breytingarnar gildi 1. janúar 2025. Þetta kemur í kjölfar breytingar á lögum nr. 42/1978 um handiðnað sem hafði það að markmiði að draga úr leyfisbréfaútgáfu í miðlægri stjórnsýslu hins opinbera þannig að meira svigrúm yrði til eiginlegrar stefnumótunarvinnu innan ráðuneytisins.
Nýr stafrænn samningur í fjölskyldumálum
Beiðni um að sýslumaður staðfesti samning um forsjá stjúpforeldris