Starfatorg - laus störf hjá ríkinu
Ekki tókst að sækja öll störf
Villa kom upp við að sækja störf frá ytri kerfum og því er möguleiki að ekki öll auglýst störf séu sýnileg
Leit
14 störf fundust
Stjórnunarstörf
Dómsmálaráðuneytið
Embætti ríkislögreglustjóra
Auglýst er laust til umsóknar embætti ríkislögreglustjóra. Leitað er að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins.
Höfuðborgarsvæðið
Stjórnunarstörf
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir
Gæða- og öryggisstjóri
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að ráða kraftmikinn gæða- og öryggisstjóra til að leiða þróun, innleiðingu og eftirfylgni gæðakerfa og öryggismála hjá stofnuninni. Starfið heyrir undir mannauðs- og rekstrarsvið.
Höfuðborgarsvæðið
Stjórnunarstörf
Hafrannsóknastofnun: rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna
Verkefnastjóri á umhverfissviði
Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum verkefnastjóra með reynslu af breytingastjórnun til að skilgreina og leiða umbóta- og stefnumótunarverkefni á umhverfissviði stofnunarinnar.
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Embætti forseta Íslands
Sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands
Skrifstofa forseta Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings. Sérfræðingur á skrifstofu forseta sinnir margvíslegum verkefnum sem honum eru falin af forseta og forsetaritara, þar með talið upplýsingaöflun, textagerð og skráningu.
Höfuðborgarsvæðið
Önnur störf
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Aðstoðarnótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða aðstoðarnótnavörð í fullt starf. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og þjónustulund og góðum skipulags- og samskiptaeiginleikum.
Höfuðborgarsvæðið
Stjórnunarstörf
Embætti forseta Íslands
Fjármála- og rekstrarstjóri
Embætti forseta Íslands auglýsir laust til umsóknar starf fjármála- og rekstrarstjóra. Fjármála- og rekstrarstjóri annast fjármál og mannauðsmál embættisins, hefur umsjón með áætlanagerð, fjárlagaerindum og rekstri.
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Seðlabanki Íslands
Lögfræðingur – aðgerðir gegn peningaþvætti og hæfismál
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa í teymi aðgerða gegn peningaþvætti og úrvinnslu hæfismála. Deildin tilheyrir sviði háttsemiseftirlits sem er eitt af tveimur eftirlitssviðum bankans.
Höfuðborgarsvæðið
Tæknistörf
Menntasjóður námsmanna
Kerfisstjóri
Menntasjóður Námsmanna óskar eftir að ráða lausnamiðaðan einstakling með góða þjónustulund í stöðu kerfisstjóra. Kerfisstjóri ber ábyrgð á öruggum og áreiðanlegum rekstri upplýsingakerfa. Um fullt starf er að ræða, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. janúar 2026.
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Vinnueftirlitið
Sérfræðingur á vinnuverndarsviði
Vilt þú stuðla að vinnuvernd með skoðun vinnuvéla? Vilt þú vera hluti af öflugri liðsheild sem stuðlar að vinnuvernd og öryggi?
Suðurnes
Sérfræðistörf
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Verkefnastjóri prófagerðar og stafrænnar þróunar
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu leitar að verkefnastjóra prófagerðar og stafrænnar þróunar Langar þig að hafa áhrif á íslenskt menntakerfi?
Höfuðborgarsvæðið
Sérfræðistörf
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Mannauðsfulltrúi HSN
Ert þú nákvæma talnatýpan sem elskar að vera í samskiptum við fólk? Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands óskar eftir að ráða jákvæðan og skipulagðan aðila í 50% starf mannauðsfulltrúa. Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.
Norðurland eystra, Óstaðbundið
Sérfræðistörf
Matvælastofnun
Skjalastjóri
Matvælastofnun óskar eftir að ráða skjalastjóra inn á nýtt svið þróunar og umbóta. Starfið felur í sér yfirumsjón og ábyrgð á skjalamálum stofnunarinnar, verkferlum því tengdu ásamt framþróun og uppbyggingu gagnamála stofnunarinnar.
Suðurland