Fara beint í efnið

Stafrænt Ísland

Markmið ríkisstjórnarinnar er að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera. Þannig má einfalda líf þeirra sem búa og starfa á Íslandi. Stafrænt Ísland, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, vinnur að þessum markmiðum þvert á ráðuneyti og stofnanir.

Á tímalínunni má sjá nokkur af núverandi verkefnum og skyggnast inn í framtíðina:

2021
 
júní
 
 
Ísland.is app
apríl
 
 
Leyfisbréf nýrra kennara birt á Ísland.is
Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)
Stafrænt ökunámsferli
Umsókn fyrir stofnanir sem að kjósa að gerast skjala­veitendur í pósthólfinu
mars
 
 
Fæðingaorlofssjóður - umsókn
Nýtt umboðskerfi
febrúar
 
 
Nýtt innskráningar kerfi
Skilavottorð ökutækja
Umsókn um starfsnám í Lögreglufræðum
janúar
 
 
Rafrænar aflýsingar
Umsóknakerfi á Ísland.is
2020
 
desember
 
 
Innskráninga- og umboðskerfi
nóvember
 
 
Kynningar- og fræðslustyrkir félagasamtaka
Ísland.is - mínar síður
október
 
 
september
 
 
Tengjum ríkið - opin ráðstefna
júlí
 
 
júní
 
 
mars
 
 
2019
 
september
 
 
ágúst
 
 

Vertu með

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.

Skrá mig á póstlista

Hvað breytist?

Hvað breytist með stafrænni þróun hins opinbera? Hvert viljum við ná? Við viljum að stafræn þjónusta sé aðgengileg, sniðin að notandanum og með skýra framtíðarsýn fyrir þig.

Fagleg nálgun

Stafrænt Ísland vinnur að margvíslegum verkefnum sem öll stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirkari og notendavænni. Við leggjum áherslu á faglega nálgun í allri okkar vinnu.

Aðgengi fyrir alla

Við tryggjum að þjónusta Ísland.is sé aðgengileg fyrir alla notendur. Það þýðir að lausnin þarf einnig að gagnast fólki með fötlun, eldra fólki eða fólki sem á í erfiðleikum með að nýta sér stafræna þjónustu. Við vinnum með sérfræðingum á þessu sviði og leggjum mikla áherslu á aðgengi í allri þróun.

Notendamiðuð nálgun

Við vinnum út frá þeirri hugmyndafræði að mesti ávinningurinn felist í lausnum sem miðast við að gera upplifun notanda eins góða og mögulegt er. Við viljum bjóða borgurum einfalda þjónustu í samskiptum við hið opinbera og hverfa frá því fyrirkomulagi að notendur þurfi að sækja þjónustu til margra mismunandi stofnana.

Rafgræn framtíð

Stafræn þróun hefur jákvæð umhverfisáhrif. Með því að bjóða upp á stafræna þjónustu drögum við úr pappírsnotkun og fækkum bílferðum almennings á milli stofnana ríkisins.

Opinn og frjáls hugbúnaður

Við höfum opnað allan kóða sem er skrifaður fyrir nýjan vef Ísland.is. Markmiðið er að öll hugbúnaðarþróun á okkar vegum verði opin og frjáls, enda sameign okkar allra.

Öryggi og persónuvernd

Lausnir Ísland.is geta geymt viðkvæm persónuleg gögn. Því er gríðarlega mikilvægt að hafa öryggismál í öndvegi á öllum stigum þróunar. Við notum ekki greiningartól sem safna persónugreinanlegum gögnum. Reglulegt eftirlit verður með öllum lausnum þróuðum af Stafrænu Íslandi þar sem þriðji aðili tekur út lausnirnar til að fyrirbyggja ófyrirséða veikleika.

Stafræn viðmið

Hjá Stafrænu Íslandi höfum við 10 stafræn viðmið til að vinna eftir sem hjálpar okkur að búa til betri opinbera þjónustu.

1

Þarfir og væntingar notenda í forgrunni

Við skilgreinum notendur og þeirra þarfir og væntingar. Við stundum notendarannsóknir og notendaprófanir með raunverulegum notendum til að tryggja að þjónustan verði sniðin að þeim. Öll þjónustan er svo hönnuð og þróuð út frá niðurstöðum greininga.

2

Þverfagleg teymi

Öll okkar teymi eru þverfagleg teymi sem geta hannað, byggt upp og rekið stafræna þjónustu. Teymin eru sjálfstæð og hafa umboð til ákvarðanatöku í samráði við þjónustueiganda. Það gefur þeim færi á að vinna hratt og vel og skila virði fljótt og örugglega til notenda.

3

Notendamiðuð þjónustuhönnun og Agile-aðferðafræði

Við sníðum stafrænar þjónustur eftir notendamiðaðri þjónustuhönnun. Við styðjumst einnig við Agile-aðferðafræði og notendamiðaða nálgun við þróun þjónustu. Öll þjónusta er svo hönnuð samkvæmt viðurkenndu hönnunarkerfi Starfræns Íslands, sem skapar samræmi í notkun og upplifun þvert á allar stofnanir.

4

Ítra, endurskoða og endurbæta þjónustur

Við gerum ráð fyrir að endurskoða og endurbæta ferli reglulega. Við sjáum til að öll teymi hafi getu, aðföng og tæknilegan sveigjanleika til þess. Einnig leggjum við áherslu á að skilja hvaða tól og kerfi eru nauðsynleg til að hanna, innleiða, hýsa, reka og mæla þjónustuna.

5

Skilja og uppfylla kröfur um öryggi og persónuvernd

Persónuvernd er okkar hjartans mál. Við greinum hvaða persónutengdu gögn og upplýsingar þjónustan mun veita eða geyma og metum öryggi, lagalegar skyldur og virðum persónuvernd. Við leitum ráða sérfræðinga þegar það á við.

Sjá meira

Útboð og verkefnasögur

Stafrænt Ísland stóð fyrir útboði og óskaði eftir þátttöku þverfaglegra teyma. Undirbúningur verkefnisins var mikill og markmiðið að búa til umgjörð þar sem öflug teymi vinna með Stafrænu Íslandi að bættri stafrænni þjónustu hjá hinu opinbera undir merkjum Ísland.is. Stafrænt Ísland vann verkefnið í samstarfi við Ríkiskaup og starfar í dag við þróun Ísland.is með 18 teymum frá 11 fyrirtækjum og undirverktökum þeirra.

Stafrænt Ísland

Viskuausan og API Design Guide

Markmið verkefnisins er að smíða kerfi, Viskuausuna, sem veitir upplýsingar um gögn og vefþjónustur ríkisins til notenda. Viskuausan les skráðar þjónustur á X-Road og sækir lýsingar um þær og birtir í viðmóti á notendavænan hátt.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti / Ferðamálastofa

Ferðagjöf

Verkefnið var hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldurs, tímalína og hraði á útfærslu skipti miklu máli enda mikilvægt að almenningur gæti nýtt ferðagjöfina yfir sumarmánuðina.

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis / Vegagerðin

Loftbrú

Verkefnið Loftbrú er samstarf Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis og Vegagerðarinnar en útfært af Ísland.is með þátttöku flugfélaga í innanlandsflugi.

Kolibri fyrir dómsmálaráðuneytið og Stafrænt Ísland

Réttarvörslugátt

Hugmyndin að Réttarvörslugátt á sér langa sögu, en verkefni Kolibri og Dómsmálaráðuneytisins var að koma Réttarvörslugáttinni af hugmyndastigi yfir á framkvæmdarstig. Til þess að ná þessu markmiði, voru notendarannsóknir og notendamiðuð þjónustuhönnun lykilatriði til að öðlast skilning á þörfum og væntingum notenda. Í framhaldinu var svo teiknaður upp nýr veruleiki, framtíðarsýn, fyrir aðila í réttarvörslukerfinu. Þetta var gert í hönnunarspretti, sem leiddi til prófaðar frumgerðar og notkunardæmis sem var hægt að fá endurgjöf á og loks hefjast handa við að smíða gáttina. Kjarni Réttarvörslugáttarinnar er að skapa vettvang fyrir miðlun gagna, upplýsinga, ákvarðana og tilkynninga á milli aðila í réttarvörslukerfinu á Íslandi.

Hugsmiðjan fyrir Stafrænt Ísland

Reglugerðarsafn

Verkefnið snýst um heildræna greiningu á lausnum fyrir Reglugerðasafn, Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og móta tæknilega framtíðarsýn fyrir þessar lausnir innan ramma Stafræns Íslands.