Hvernig er skráningu vinnutímans háttað á vinnustaðnum þínum?
Vinnutími starfsfólks er mikilvægur hluti af skipulagi vinnustaða og þurfa allir vinnustaðir að skrá vinnutíma í hlutlægu, áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi innan vinnustaðarins.
Skráning vinnutíma er mikilvæg fyrir starfsfólk jafnt sem atvinnurekendur enda getur ófyrirsjáanlegt skipulag vinnutíma og mikil yfirvinna haft neikvæð áhrif á líðan starfsfólks.
Kynntu þér reglur um skráningu vinnutíma starfsfólks í 57. gr. a vinnuverndarlaganna.

Tryggjum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
Skráning vinnutíma starfsfólks er liður í að tryggja öryggi, heilsu og vellíðan á vinnustað.

Kerfi vegna skráningar á vinnutíma starfsfólks
Atvinnurekendur eiga að skrá vinnutíma starfsfólks í hlutlægu, áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi innan vinnustaðarins.