Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Veggspjöld með varúðarreglum um heita vinnu

4. júlí 2024

Vinnueftirlitið bendir á að heit vinna, þar með talið vinna við lagningu þakpappa, felur í sér mikla hættu fyrir starfsfólk. Stofnunin hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefið út veggspjald um heita vinnu þar sem farið er yfir varúðarreglur við slíka vinnu.

Er öryggið í lagi? Varúðarreglur við heita vinnu

Þegar talað er um heita vinnu er átt við vinnu þar sem unnið er með skurðarverkfæri, logsuðu, rafsuðu, heitt loft og gasloga. Neistar eða opinn eldur getur myndast við slíka vinnu og af henni stafað bæði sprengi- og brunahætta.

Vinnueftirlitið hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun gefið út veggspjald um heita vinnu þar sem farið er yfir varúðarreglur við slíka vinnu. Jafnframt hefur verið gefið út fræðsluefni þar sem meðal annars er fjallað um undirbúning heitrar vinnu og brunavarnir.

Hér má nálgast fræðsluefnið og veggspjöldin.

Veggspjöldin eru eru aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku.

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439