Hvers þarf að gæta við heita vinnu?
27. júní 2023
Vinnueftirlitið hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun endurútgefið veggspjald um heita vinnu þar sem farið er yfir varúðarreglur við slíka vinnu.
Þegar talað er um heita vinnu er átt við vinnu þar sem unnið er með skurðarverkfæri, eins og til dæmis slípirokk, logsuðu, rafsuðu, heitt loft og gasloga. Neistar eða opinn eldur getur myndast við slíka vinnu og af henni stafað bæði sprengi- og brunahætta.
Atvinnurekendur er hvattir til að prenta veggspjaldið út og hafa sýnilegt á verkstöðum eða gera starfsfólki aðgengilegt rafrænt. Það er fáanlegt á íslensku, ensku og pólsku og hægt að prenta út lárétt eða lóðrétt.
Vinnueftirlitið hefur samhliða tekið saman fræðsluefni með ýmsum heilræðum varðandi heita vinnu.