Hvernig má nýta tæknilausnir til að auka öryggi og vellíðan í starfi - lærum af reynslu hvers annars
15. október 2024
Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnunni: Hvernig má nýta tæknilausnir til að auka öryggi og vellíðan í starfi - lærum af reynslu hvers annars, fimmtudaginn 31. október næstkomandi.
Á ráðstefnunni munu hinir ýmsu vinnustaðir segja frá vegferð sinni við að nýta tæknilausnir í störfum sínum og hvaða áhrif það hefur haft á starfsfólk út frá öryggi, vellíðan og menningu á vinnustaðnum.
Ráðstefnan er haldin í Háteig, á Grand hótel, frá kl. 9 - 12. Ráðstefnustjóri er Bergur Ebbi Benediktsson sem einnig stýrir panelumræðum í lokin.
Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu má finna hér. Óskað er eftir skráningu bæði ef ætlunin er að koma á staðinn eða fylgjast með í streymi. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.
Öll velkomin.