Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Hvernig má nýta tæknilausnir til að auka öryggi og vellíðan í starfi - lærum af reynslu hvers annars

Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnunni: Hvernig má nýta tæknilausnir til að auka öryggi og vellíðan í starfi - lærum af reynslu hvers annars, fimmtudaginn 31. október næstkomandi.

Á ráðstefnunni munu hinir ýmsu vinnustaðir segja frá vegferð sinni við að nýta tæknilausnir í störfum sínum og hvaða áhrif það hefur haft á starfsfólk út frá öryggi, vellíðan og menningu á vinnustaðnum.

Ráðstefnan er haldin í Háteig, á Grand hótel, frá kl. 9 - 12. Ráðstefnustjóri er Bergur Ebbi Benediktsson sem einnig stýrir panel umræðum í lokin.

Dagskrá ráðstefnnunar er:

Tími:

Erindi:

Fyrirlesari:

09:00

Setning ráðstefnu

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri - Vinnueftirlitið

09:15

Stafræn umbreyting: Að leiða breytingar með ábyrgð og valdeflingu

Bryndís Pétursdóttir, verkefnastjóri Sýslumannaráðs

09:30

Tryggjum örugga keyrslu í framleiðslu

Jón Helgason, deildarstjóri UT og öryggisstjóri - Myllan - Ora

09:45

Starfsfólk og ævintýri í sjálfsafgreiðsluumhverfi - Lærdómssaga Krónunnar

Ásta Bærings, forstöðumaður mannauðs og menningar - Krónan

10:00

Kaffihlé

10:15

Þjónustan sett á lager: Innleiðing spjallmennis

Jónas Magnússon, ritstjóri stafrænna miðla - Skatturinn

10:30

Umbótadrifnar tæknilausnir í álframleiðslu

Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, framkvæmdastjóri öryggis-, umhverfis- og umbótasviðs - Norðurál

10:45

Samstarf um sameiginlega hagsmuni

Ólafur Ragnarsson, forstjóri - Húsheild Hyrna

11:00

Mannauðsumhverfi Landspítala með stafrænum stuðningi - Innsýn í það hvernig stór og fjölbreyttur vinnustaður nýtir stafrænar lausnir í stuðningi við starfsfólk og stjórnendur

Sigurbjörg Dagmar Hjaltadóttir, deildarstjóri mannauðsdeildar - Landspítalinn

11:15

Panel umræður

Bergur Ebbi Benediktsson stýrir umræðum

12:00

Ráðstefnulok

Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig á ráðstefnuna, en einnig verður boðið upp á beint streymi sem einnig óskað er eftir skráningu í. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Öll velkomin.

Beintstreymi frá ráðstefnunni má finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=7-ktPcVDtas