Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2027
Útlendingastofnun mun afgreiða á skilvirkan og faglegan hátt öll erindi í þágu umsækjenda og samfélags. Stofnunin mun veita framúrskarandi þjónustu sem tekur mið af stefnu stjórnvalda. Stofnunin einsetur sér að komast í fremstu röð þegar kemur að stafrænni þjónustu.
Þessi framtíðarsýn er grundvöllur stefnu Útlendingastofnunar til ársins 2027. Í henni eru sett fram skilgreind markmið og aðgerðir varðandi sex lykiláherslumál stofnunarinnar.
Stafræn vegferð
Útlendingastofnun býr yfir skilvirkum og notendavænum upplýsingakerfum sem mæta þörfum viðskiptavina og kröfum um öryggi og meðferð gagna.Gæði og þjónusta við viðskiptavini
Útlendingastofnun veitir viðskiptavinum skilvirka og vandaða málsmeðferð.Mannauður
Þjónusta Útlendingastofnunar byggir á framúrskarandi hæfni, þekkingu og fagmennsku starfsfólks.Upplýsingamiðlun
Útlendingastofnun veitir viðskiptavinum framúrskarandi leiðbeiningar og upplýsingar auk þess að stuðla að faglegri umræðu um málefni stofnunarinnar.Fjármál og rekstur
Ráðstöfun fjármuna er ábyrg, gagnsæ og tryggir góða þjónustu og málsmeðferðartíma í takt við stefnu stjórnvalda.Sjálfbærni
Sjálfbærni er höfð að leiðarljósi í rekstri Útlendingastofnunar.
Gildi = Virðing + Jafnræði + Fagmennska
Virðing
Í öllum samskiptum og málsmeðferð stofnunarinnar er einstaklingum og samstarfsaðilum sýnd kurteisi og hlustað á ólík sjónarmið og afstöðu með opnum hug
Jafnræði
Öllum eru tryggð sömu réttindi og málsmeðferð í samræmi við lög.
Fagmennska
Fagleg og vönduð vinnubrögð sem byggja á upplýstri ákvarðanatöku og skýrum ferlum einkenni alla starfsemi stofnunarinnar. Upplýsingar og ákvarðanir eru settar fram á skýran og skilmerkilegan hátt.