Fara beint í efnið

Launastefna

Forstjóri ber ábyrgð á launastefnu Útlendingastofnunar. Mannauðsstjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Útlendingastofnun greiðir laun í samræmi við gildandi kjarasamninga, þar með talið stofnanasamninga.

Mannauðsstjóri, í samráði við forstjóra, ber formlega ábyrgð á öllum launaákvörðunum og gætir þess að samræmis sé gætt við alla ákvarðanatöku þar um.

Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum, í samræmi við samninga og starfslýsingar sem skulu vera til fyrir öll störf.

Í starfslýsingu komi fram þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem menntun, starfsreynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi og vinnuaðstæðum.

Starfsfólk getur óskað eftir viðtali við sinn yfirmann um endurskoðun launa. Telji yfirmaður þörf á endurskoðun vísar hann rökstuðningi þar um til mannauðsstjóra.