Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu

Umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu taka gildi 1. september 2025. Þá tekur við nýr örorkulífeyrir og hlutaörorkulífeyrir, nýjar sjúkra- og endurhæfingargreiðslur og nýr virknistyrkur.

  • Einstaklingur sem er með örorkumat sem gildir til 31. júlí 2025 eða skemur þarf að fara í hefðbundið endurmat samkvæmt núgildandi kerfi ef þörf er á áframhaldandi örorkulífeyri. Umsókn þarf að berast fyrir 1. september 2025.

  • Einstaklingur með örorkumat sem gildir til 31. ágúst 2025 eða lengur flyst í nýtt kerfi og fær varanlegan rétt til örorkulífeyris.

  • Umsóknir um örorkulífeyri sem berast til og með 31. ágúst 2025 verða meðhöndlaðar samkvæmt núgildandi kerfi.

Í aðdraganda breytinganna mun Tryggingastofnun upplýsa einstaklinga með örorkumat um stöðu hvers og eins og hvað gera þarf til að yfirfærsla í nýtt kerfi gangi sem best fyrir sig.

Nýtt örorkulífeyriskerfi

Í nýju kerfi eru færri greiðsluflokkar, dregið er úr tekjutengingum og aukinn hvati er til atvinnuþátttöku. Hér getur þú kynnt þér helstu breytingar á örorkulífeyriskerfinu.

Nýjar sjúkra og endurhæfingargreiðslur

Með nýju kerfi fá einstaklingar í endurhæfingu aukinn stuðning og þess gætt að samfella verði í þjónustu. Reynt verður að aðstoða einstaklinga við að fara út á vinnumarkað í stað þess að enda ótímabært á örorkulífeyri. Kynntu þér helstu breytingar.