Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Hollvinasamtök

Í tengslum við 140 ára afmæli Þjóðskjalasafns Íslands þann 3. apríl 2022 voru stofnuð Hollvinasamtök safnsins.

Tilgangur samtakanna er að treysta tengsl almennings við safnið og auka skilning á mikilvægi varðveislu heimilda um stjórnskipan, stjórnsýslu, borgaralegra réttinda og sögu íslensku þjóðarinnar.

Helstu verkefni sem samtökin beita sér fyrir eru meðal annars söfnun einkaskjalasafna, tengsl við almenning og ungt fólk, auk þess sem samtökin verða vettvangur fyrir sjálfboðavinnu í þágu safnsins. Þá stefna samtökin að því að standa að upplýsandi viðburðum og fræðslu um málefni tengd safninu.

Hollvinasamtökin eru öllum opin og hægt er að skrá sig í þau hér fyrir neðan.

Stjórnarformaður er Steinunn Valdís Óskarsdóttir en aðrir í stjórn eru: Mörður Árnason, Ólöf Garðarsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir. Í varastjórn er Jóhanna Gunnlaugsdóttir.

Skráning í Hollvinasamtök