Í dag, 7. febrúar
2023, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Hið stafræna umhverfi er í stöðugri
þróun og netnotkun verður sífellt stærri hluti af lífi barna. Sú þróun skapar
ný tækifæri og marga möguleika en henni fylgir einnig aukin hætta á því að
brotið sé gegn börnum og réttindum þeirra.