Álit EDPB um vinnsluaðila og leiðbeiningar um lögmæta hagsmuni
15. október 2024
Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) samþykkti á nýliðnu þingi sínu í Brussel, 9. október sl., álit um skyldur vinnslu- og undirvinnsluaðila, leiðbeiningar um lögmæta hagsmuni, yfirlýsingu um vörslu persónuupplýsinga, verklagsreglur fyrir fullnustu reglugerðar (ESB) 2016/679 auk vinnuáætlun ráðsins fyrir 2024-2025.
Álitið varðar m.a. samninga ábyrgðar- og vinnsluaðila og túlkun ákveðinna skyldna ábyrgðar-, vinnslu- og undirvinnsluaðila við vinnslu persónuupplýsinga.
Einnig samþykkti ráðið nýjar leiðbeiningar um vinnslu persónuupplýsinga á grundvelli lögmætra hagsmuna, sbr. f-liður 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Við gerð leiðbeininganna var m.a. tekið tillit til nýlegrar niðurstöðu Evrópudómstólsins frá 4. október 2024 í máli nr. C-621/22. Í leiðbeiningunum er sérstaklega fjallað um hagsmunamatið sem ákvæðið kveður á um og hvernig það skuli framkvæmt eftir mismunandi aðstæðum við vinnslu persónuupplýsinga.
Þá samþykkti ráðið yfirlýsingu um fullnustu persónuverndarreglugerðarinnar, samræmda málsmeðferð fyrir sáttaumleitan í lykilmálum og aukna samvinnu yfirvalda.