Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
28. apríl 2008
Hinn 18. febrúar sl. samþykkti hinn sk. 29. gr. starfshópurinn vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.
22. apríl 2008
Í mars síðastliðnum barst Persónuvernd kvörtun einstaklings vegna kortaskilmála Kaupþings sem taka áttu gildi 10. þess mánaðar. Jafnframt barst erindi frá Neytendasamtökunum. Kortaskilmálarnir sem um ræðir sneru m.a. að gerð persónusniða og sendingu sms-skilaboða til korthafa.
17. mars 2008
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að niðurstöðu í máli er varðar ákvörðun Persónuverndar um að birta á heimasíðu sinni úrlausn í máli nr. 2007/497.
20. desember 2007
Persónuvernd hefur lokið skoðun sinni á lífsýnasöfnum Krabbameinsfélags Íslands, en félagið rekur tvö söfn - annars vegar lífsýnasafn Frumurannsóknastofu leitarsviðs og hins vegar Lífsýnabanka KÍ (safn Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði).
19. desember 2007
Persónuvernd hefur hafnað ósk Lánstrausts um víðtæka heimild til vinnslu upplýsinga um greiðsluhegðun einstaklinga.
12. desember 2007
Þann 26. nóvember 2007 ákvað Persónuvernd að hafna beiðni Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) um heimild vegna verkefnis sem nefnt var „Víðtæk erfðamengisleit orsaka sjúkdóma og einkenna þeim tengdum á grundvelli B-samþykkja og gagna í lífsýnasafni ÍE".
7. desember 2007
Í gær var kveðinn upp dómur Hæstaréttar í máli sem læknir höfðaði á hendur Persónuvernd til ógildingar úrskurði stofnunarinnar frá 27. febrúar 2006.
26. nóvember 2007
Persónuvernd hefur borist nokkuð af fyrirspurnum um heimildir lögreglu til þess að beina myndavélum að fólki úr lögreglubifreiðum.
14. nóvember 2007
Hinn 8. nóvember 2007 lauk máli varðandi greiðslukvittanir frá Tryggingastofnun ríkisins til fylgdarmanna við sjúkraflutninga.
2. nóvember 2007
Hinn 8. október 2007 barst Persónuvernd bréf frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) þar sem greint er frá fyrirætlunum um að birta upplýsingar um m.a. verð hjá einstökum tannlæknum á heimasíðu stofnunarinnar.