Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Evrópuár um stafræna borgaravitund í menntun 2025

Á menntamálaráðherrafundi Evrópuráðsins árið 2023 var einróma samþykkt að árið 2025 yrði Evrópuár um stafræna borgaravitund í menntun. Hvatt er til vitundarvakningar í öllum aðildarlöndum Evrópuráðsins í tilefni ársins og samhentra aðgerða í hverju landi.

Við lifum í stafrænum heimi þar sem stór hluti lífs okkar fer fram á netinu – við vinnum, lærum, höldum sambandi við fólk og tökum þátt í samfélaginu með stafrænum hætti. En til að við getum nýtt okkur þessi tækifæri á öruggan, ábyrgan og gagnrýninn hátt þurfum við stafræna borgaravitund.

Stafræn borgaravitund snýst um að skilja réttindi og skyldur í stafrænum heimi, geta metið áreiðanleika upplýsinga, sýnt tillitssemi í samskiptum á netinu og verndað eigin persónuupplýsingar. Hún hjálpar okkur að vera ekki einungis neytendur heldur virkir þátttakendur í stafrænu samfélagi – sem beitum gagnrýnni og skapandi hugsun og erum ábyrgir netnotendur.

Styrkjum lýðræði og mannréttindi í stafrænu samfélagi

Nú þegar Evrópuráðið leggur sérstaka áherslu á stafræna borgaravitund í menntun á árinu 2025 er kjörið tækifæri til að efla hana, bæði hjá okkur sjálfum og næstu kynslóðum með vitundarvakningu og markvissum aðgerðum. Með aukinni vitund um stafrænan heim styrkjum við lýðræði og mannréttindi, verndum persónufrelsi og byggjum upp heilbrigt og öruggt stafrænt samfélag þar sem öll njóta sín.

Markmiðið er að efla stafræna hæfni og ábyrgð í netheimum, bæði meðal nemenda, kennara, foreldra og samfélagsins í heild. Með fræðslu, viðburðum og samstarfsverkefnum verður lögð áhersla á að styrkja gagnrýna hugsun, öryggi á netinu og virka þátttöku í stafrænu samfélagi.

Að Evrópuári stafrænnar borgaravitundar á Íslandi standa: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, mennta- og barnamálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, Kópavogsbær, SAFT, Háskóli Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hvin, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, Rannís, Landssamband ungmennafélaga (LUF), Samfés

Á meðal verkefna sem tengjast stafrænni borgaravitund sem unnið er að á árinu 2025 eru:

Veggspjald um falsfréttir

Foreldrafræðsla v. Alþjóðlegs netöryggisdags

Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla

Evrópusamstarf í stafrænum heimi – fræðsla til framtíðar

Nýtt námsefni fyrir grunnskóla sem mun birtast á Vitundin.is

Miðlalæsisvika í október

Vitundavakning á vegum Heimili og skóla

o.fl.

Helstu þátttakendur í Evrópuári um stafræna borgaravitund eru

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, mennta- og barnamálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, Kópavogsbær, SAFT, Háskóli Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Hvin, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, Rannís, Landssamband ungmennafélaga (LUF), Samfés.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280