Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Umsóknir

Sérnámsstöður á Landspítala eru auglýstar samkvæmt samræmdu ráðningarferli fyrir Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. Sérnámsstöður lækna eru auglýstar tvisvar á ári í janúar og september.

Gert er ráð fyrir að sérnámslæknar hefji störf í byrjun mars og í lok júní árlega. Gerð er krafa um að nýir sérnámslæknar mæti á formlega móttökudaga sem eru kynntir þegar nær dregur.

Inntökuskilyrði

Til að geta hlotið ráðningu í sérnámsstöðu þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi sem samþykkt hefur
    verið að kennsluráði sérnámsgrunns

  2. Að læknir hafi almennt lækningaleyfi á Íslandi

  3. Að lágmarki B2 í tungumálafærni á íslensku fyrir þá sem við á

Allir umsækjendur sem uppfylla skilyrði um ráðningu eru boðaðir í viðtal með yfirlækni og kennslustjóra. Þeir skulu vera ótengdir umsækjanda. Mat á hæfi læknis skal vera hlutlægt og byggja á eftirfarandi þáttum hið minnsta:

  1. Ferilskrá og mati á henni.

  2. Einkunnum á embættisprófi og stöðluðum prófum í læknisfræði.

  3. Fyrri störfum að rannsóknum, kennslu og öðrum verkefnum sem þýðingu hafa
    og fram koma í ferilskrá.

  4. Umsögnum og meðmælum fyrri leiðbeinenda eða vinnuveitenda.

  5. Frammistöðu í viðtali þar sem m.a. er tekið tillit til viðhorfs áhuga og þekkingar umsækjenda á faginu, svo og sýn hans á stöðu sinni innan læknisfræðinnar og myndgreiningar í nútíð og framtíð.

Móttökudagar:

Nýráðnir fá boð á móttökudag og er skyldumæting þar. Móttökudagar eru venjulega haldnir í september og febrúar.

Næsti móttökudagur verður 26. febrúar 2026, fyrir þá sem hefja sérnám í byrjun árs 2026.