Tilvísanir til Landspítala
Tilvísanir til Landspítala er hægt að senda eftir tveimur leiðum:
Tilvísun í Heilsugátt (innan Landspítala og fyrir ytri notendur og stofnanir sem eru með aðgang að Heilsugátt)
Eyðublaðið "Tilvísun" í Sögu kerfinu (fyrir ytri stofnanir)
Frekari upplýsingar um tilvísanir
Best er að senda tilvísun í gegnum Heilsugátt: Tilvísanir / Göngudeild Gigt
Göngudeild gigtar tekur á móti tilvísunum fyrir:
GCA flýtimóttöku (30 mín): Hraðuppvinnslu ef grunur um GCA. Vinsamlegast hringið í ráðgefandi gigtarlækni og sendið tilvísun. Hraðuppvinnsla á GCA felur í sér blóðprufu, viðtal og skoðun og svo ómskoðun af æðum innan 2-3 daga. Mikilvægt er að hringja í gigtarlækni þar sem sníða þarf meðferð og rannsóknir að hverjum einstakling.
Liðskimun (15 mín): Við bjóðum upp á liðskimun þar sem hægt er að senda tilvísun um skoðun og ómskoðun af liðum hjá sjúkling með liðverki þar sem óljóst er hvort um er að ræða liðbólgur eða ekki. Ekki er gert ráð fyrir viðtali, einungis skoðun og ómskoðun.
Greining/staðfesting á liðbólgusjúkdómi (RA, PsA, ReA) og upphaf meðferðar. Meðferð PMR ef þarf ónæmisbælandi lyf þ.e. ekki hefur gengið að trappa út stera á 1 ári, sjúklingur kemst ekki undir 10 mg af prednisolon á dag eða sjúklingur þolir illa sterameðferð vegna t.d. sykursýki.
Flókin meðferð liðbólgusjúkdóma (RA, SpA).
Kristallagigt sem svarar ekki hefðbundinni meðferð (colchicin/allopurinol).
Greiningu og eftirliti á alvarlegum fjölkerfa sjúkdómum t.d.: Æðabólgusjúkdómar (ANCA jákvæðar æðabólgur, Behcets), Bandvefssjúkdómar: Rauðir úlfar (SLE), Herslimein (systemic sclerosis), Polymyositis/dermatomyositis,
Göngudeild gigtar tekur ekki við tilvísunum fyrir meðferð á vefjagigt, Ehler-Danlos, slitgigt.
Upplýsingar í tilvísunum til göngudeildar gigtar Landspítala:
Allar tilvísanir eiga að hafa upplýsingar um lyf, sögu, skoðun og fjölskyldusögu um gigtarsjúkdóm. Einnig eiga að vera teknar almennar blóðprufur (1 mánaðar gamlar): Blóðhagur, CRP, sökk, kreatinin, ALAT. Þar að auki biðjum við um að tilvísanir innihaldi eftirfarandi upplýsingar:
Ef grunur um bandvefssjúkdóm (SLE, SSc, Sjögrens, APS)
Er sjúklingur með eftirfarandi einkenni, lýsið frekar:
Alopecia, mikið hártap
Þurr augu, þurr munnur
Sólarofnæmi
Augnbólgur (uveitar)
Húðútbrot (sérstaklega butterfly útbrot, telangiectasiur, húðhersli)
Liðverkir, liðbólgur, morgunstirðleiki
Blóðtappar, fósturlát
Raynaud´s
Brjóstverkur vegna fleiðruertingar, mæði
Kyngingarörðugleikar
Takið ANA og ENA og þvagprufu
Ef grunur um liðbólgusjúkdóm (RA, PsA, ReA)
Er sjúklingur með eftirfarandi einkenni, lýsið frekar:
Liðbólgur/liðverkir í hvaða liðum
Húðútbrot – psoriasis
Morgunstirðleiki
Blóðprufur: RF og/eða anti-CCP og þvagsýra
Ef grunur um PMR eða GCA
Er sjúklingur með eftirfarandi einkenni, lýsið frekar:
Liðbólgur eða liðverkir og í hvaða liðum
Morgunstirðleiki
Getur staðið upp úr stól án þess að nota hendur
Getur lyft upp handleggjum
Svar við sterameðferð
Einkenni GCA til staðar þ.e. nýr höfuðverkur yfir gagnaugum, tyggingaröng, eymsli í hársverði, sjóntruflanir
Ef grunur um hrygggigt (ankylosing spondylitis)
Er sjúklingur með eftirfarandi einkenni, lýsið frekar:
Liðbólgur eða liðverkir og í hvaða liðum
Verkir í baki, staðsetning
Morgunstirðleiki, næturverkir
Lagast/versna verkir við hvíld eða hreyfingu, bólgueyðandi lyf
Húðútbrot – psoriasis
Myndgreining – Rtg, TS eða SÓ af hrygg og SI liðum er æskileg
Tilvísanir
Bráðaþjónusta: Í bráðaþjónustu er tekið við tilvísunum frá fagaðilum innan Landspítala, einna helst frá bráðamóttöku og Neyðarmóttöku Landspítala.
Meðferðarlína: Í meðferðarlínu er fagaðilum innan og utan Landspítala velkomið að vísa ef grunur er um að áfallastreituröskun sé meginvandi sjúklings og samsláttur er við annan geðvanda.
Tilvísanir skulu berast til inntökuteymis meðferðareiningar lyndisraskana og mikilvægt er að fram komi rökstuðningur með lýsingu á núverandi virkum einkennum áfallastreituröskunar og út frá hvaða áfalli einkennin stafa.
Við hvetjum þau sem óska eftir ráðgjöf eða vantar að láta meta vanda sinn til að leita til síns heimilislæknis sem metur málið og sendir tilvísun í átröskunarteymi Landspítala ef þörf þykir.
Fagaðilar senda tilvísun með eftirfarandi upplýsingum:
Sótt er um þjónustu samfélagsgeðteymis með því að senda inn beiðni á inntökuteymi geðrofsmeðferðar.
Aðeins er tekið við beiðnum frá fagaðilum.
Þegar beiðni hefur borist teyminu er farið yfir hana innan tveggja vikna. Þá er metið hvort einstaklingur telst í markhópi samfélagsgeðteymis. Ef svo reynist er viðkomandi kallaður í forviðtal eins fljótt og auðið er.
Þunglyndis- og kvíðateymið ÞOK er þverfaglegt göngudeildarteymi sem veitir greiningu og meðferð við alvarlegum kvíða- og þunglyndisröskunum þegar vægari meðferðir hafa ekki skilað árangri.
Fagaðilar senda tilvísun með eftirfarandi upplýsingum:
DAM-teymið er þverfaglegt teymi sem veitir díalektíska atferlismeðferð (DAM) fyrir einstaklinga með alvarlegan tilfinningavanda.
Fagaðilar senda tilvísun með eftirfarandi upplýsingum:
Geðhvarfateymið er þverfaglegt göngudeildarteymi sem veitir sérhæfða meðferð fyrir einstaklinga með geðhvörf.
Fagaðilar senda tlvísun með eftirfarandi upplýsingum:
Göngudeild geð- og fíknisjúkdóma tekur við tilvísunum frá legudeildum geðþjónustu, bráðamóttökum Landspítala, öðrum heilbrigðisstofnunum, barnavernd og félagþjónustu sveitarfélaga.
Laugarás er fyrir ungt fólk (18 - 35 ára) með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi
Hvaða fagaðili sem er getur sent beiðni á Laugarásinn og í Geðrofsteymi .
Beiðnir fyrir Laugarás
Fara í gegnum SÖGU kerfið . Sjá leiðbeiningar um gerð beiðnar í Sögu (.pdf).
Með bréfpósti, sendist á Matsteymi Laugarássins - Laugarásvegi 71, 104 Reykjavík.
Beiðnir fyrir Geðrofsteymi
skulu berast í gegnum SÖGU kerfið og send á inntökuteymi ferliþjónustu.
Hvað skal koma fram á beiðni
Leiðbeiningar um hvað skal vera í beiðni fyrir Laugarásinn og Geðrofsteymi (.pdf).
Frekari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir teymisstjóri Matsteymi.
Hægt að hafa samband við Laugarásinn meðferðargeðdeild og óska eftir teymisstjóra Matsteymis í síma 543 4650
Tilvísanir til inntökuteymis meðferðareiningar lyndisraskana skulu berast með rafrænum hætti í gegnum Heilsugátt. Ef þess er ekki kostur er hægt að senda bréf á heimilisfang merkt:
Inntökuteymi meðferðareiningar lyndisraskana,
Geðsvið Hringbraut, 101 Reykjavík.
Inntökuteymi meðferðareiningar lyndisraskana fundar einu sinni í viku þar sem tekin er afstaða til tilvísunar. Ef tilvísun er samþykkt þá fer hún á biðlista hjá viðeigandi sérhæfðu göngudeildarteymi.
Tilvísandi fær bréf um hvort að tilvísun er samþykkt eða ekki. Ef skjólstæðingur hefur fengið samþykkta tilvísun þá fær hann bréf með upplýsingum um áætlaðan biðtíma. Haft er samband við einstakling til að bóka tíma þegar að honum kemur. Ef tilvísun er hafnað fær skjólstæðingur sent bréf þess efnis.
Leiðbeiningar fyrir tilvísanir í gegnum Heilsugátt:
Greiningar og eða meðferðarteymi, sérfræðilæknar, heilsugæslulæknir, sálfræðingar og aðrir sérfræðingar, starfsfólk félagsþjónustu, skólaþjónustu og Barnaverndar vísa í þjónustuna. Þessir aðilar meta ástandið vandann í tengslum við fjölskyldu barns, umhverfi og skóla og veita viðeigandi stuðning og meðferðarúrræði.
Ef það er sameiginlegt mat á þörf fyrir sérhæfðari þjónustu er það á ábyrgð þess sérfræðings sem hefur framkvæmt athuganir og frumgreiningu að senda tilvísun á barna og unglingageðdeild.
Tilvísun
Senda þarf á Inntökuteymi Barna og unglingageðdeildar:
Útfyllta Tilvísun til barna og unglingageðdeildar(.pdf). Tilvísandi fyllir út og læknir í heimabyggð eða annar læknir sem hefur sinnt barninu þarf að skrifa undir tilvísun og til að tryggja samfellu og eftirfylgd í meðferð barns. Hægt að er að fylla út rafrænt og prenta út.
Útfyllta Heimild til að afla og veita upplýsingar vegna tilvísunar(.pdf). Nauðsynlegt er að foreldrar skrifi undir Heimild til að afla og veita upplýsinga. Ef forsjáraðilar eru tveir, þurfa báðir að vera samþykkir tilvísun en nægilegt að einn skrifi undir
Frumgreiningu
Upplýsingar um vanda barnsins
Niðurstöður úr þroskamati, eins og WISC-IV eða WIPSI prófum,
Niðurstöður og tölulegar upplýsingar, prófílar annarra matslista og skimana eða greiningartækja,
Aðrar greiningar, niðurstöður og gögn sem geta varpað ljósi á málið.
Eftir að tilvísun berst
Allar tilvísanir á barna og unglingageðdeild berast til inntökuteymis.
Teymið metur stöðu mála og kannar hvort nægilegar upplýsingar liggi fyrir eða hvort kalla þurfi eftir frekari gögnum.
Ef þörf er á þjónustu göngudeildar fer barnið á biðlista, að öðrum kosti er málinu vísað aftur til tilvísanda.
Inntökuteymi fundar vikulega með bráðateymi. Metin er staða hvers máls, þörf á inngripum og hvernig eftirfylgd verður háttað.
Allar fagstéttir geta leitað til teymisins.
Innan Landspítala eru beiðnir sendar á líknarráðgjafateymi sem ,,beiðni um ráðgjöf" í Sögu
Utan Landspítala er send „tilvísun“ í Heilsugátt
Mikilvægt er að fram komi í beiðni ástæða þess að leitað er ráðgjafar. Starfmenn teymisins meta beiðnina innan sólarhrings.
Upplýsingar um hvernig sótt er um Heimaþjónustu HERU er að finna í Gæðahandbók Landspítala.
Beiðnir skulu berast í gegnum Sögukerfið.
Leiðbeiningar um mat og tilvísun fyrir starfsfólk eru aðgengilegar í Gæðahandbók Landspítala.
Starfsmenn teymisins meta beiðnirnar innan viku og svara þeim skriflega.
Beiðnir um rannsóknir eru í Þjónustuhandbók.
Mikilvægt er að fylla beiðnina vel út. Starfsfólk rannsóknarstofunnar veitir upplýsingar eftir þörfum.
Sýni
Flestar sameindaerfðarannsóknir byggðar á DNA þurfa 4 ml EDTA storkuvarið blóð.
Mikilvægt er að velta glasi nokkrum sinnum
Sýnið er stöðugt við stofuhita í 3 daga
Sé vafi um gerð sýnaglass skal leita ráða hjá rannsóknarstofunni
Sýni skal senda á sýnamóttöku á rannsóknarstofu í K-byggingu við Hringbraut.
Tilvísanir skulu berast
annaðhvort í:
Sögu, á eyðublaði undir tilvísanir milli stofnana. Merkið viðtakanda göngudeild öldrunarlækninga.
Heilsugátt, rafrænt, hafi viðkomandi læknir aðgang.
Fram þarf að koma:
ástæða fyrir tilvísun
heilsufarssaga
lyfjameðferð skjólstæðings
nafn og viðfangsnúmer læknis sem sendir beiðni.
Hafa þarf í huga:
Tilvísandi læknir þarf að hafa metið eftir föngum hvort um tímabundið ástand er að ræða sem gæti til dæmis stafað af streitu, áföllum eða líkamlegum veikindum.
Æskilegt er að tilvísandi læknir hafi metið vitræna getu með viðtali við sjúkling og aðstandanda eftir atvikum og með einföldum prófum eins og MMSE og klukkuprófi.
Verkjamiðstöð Landspítala sinnir einstaklingum með erfiða verki sem hafa ekki svarað hefðbundinni meðferð eða þurfa á sértæku inngripi að halda. Mikil aðsókn er í þjónustuna og því er mikilvægt að búið sé að vinna einstaklinginn upp og reyna ráðlagða meðferð áður en tilvísun er send. Nauðsynlegt er að góðar upplýsingar fylgi tilvísunum svo auðvelt sé að flokka og forgangsraða tilvísunum.
Einungis er tekið við rafrænum tilvísunum sem sendar eru í gegnum Sögukerfið, stílaðar á verkjamiðstöð Landspítala. Vinsamlega fyllið út eftirfarandi upplýsingar áður en tilvísun er send:
Persónuupplýsingar, atvinnuþátttaka, félagslegar aðstæður
Lýsing á vandamáli: Hvar eru verkirnir, hvenær byrjuðu þeir og við hvaða aðstæður, hvernig lýsa þeir sér, áhrif verkja á daglegt líf. Hvaða meðferð hefur verið reynd
Niðurstöður myndgreininga og annarra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið til greiningar á verkjum
Ósk um ráðgjöf fyrir inniliggjandi sjúklinga:
Senda þarf beiðni um ráðgjöf í Sögu sem er stíluð á verkjamiðstöð (deild sem óskað er ráðgjafar frá). Beiðnum er svarað eins fljótt og kostur er en ekki er hægt að gera ráð fyrir samdægurs ráðgjöf. Æskilegt er að hringja og láta vita af beiðni ef málið er aðkallandi. Sjá verklagsreglu: Beiðni um ráðgjöf frá verkjateymi í gæðahandbók Landspítala.
Vinsamlega athugið að ef þörf er á tafarlausri ráðgjöf vegna bráðra verkja þarf að hafa samband við vakthafandi á svæfingu.
Læknir vísar sjúklingi eftir uppvinnslu til sarkmeinateymis Landspítala með tilvísun í Heilsugátt. Nauðsynlegar rannsóknir sem þurfa að liggja fyrir eru eftirfarandi:
MR af mjúkvefjum
Röntgenmynd og sneiðmynd (CT) af beinum
Fagaðilar sem ekki eru með aðgang að Sögu eða Heilsugátt geta sent ákveðnar tilvísanir til Landspítala í gegnum Signet transfer.
Signet transfer er hugbúnaðarlausn sem aðilar með skilgreindan aðgang geta nýtt sér til að senda viðkvæmar upplýsingar á aðra aðila eða stofnanir þar sem skjöl eru dulkóðuð alla leið skv. stöðlum og móttaka skjala er staðfest með rafrænum skilríkjum. Þannig er tryggt að enginn annar komist inn í gagnasendinguna.
Innskráning í Signet transfer
