Heimsóknartímar og bílastæði
Efnisyfirlit
Bílastæði við Hringbraut
Bílastæði á Landspítala Hringbraut eru gjaldskyld og lituð blá á kortinu.

Greiðsluvélar
Greiðsluvélar eru við flesta innganga og útganga. Þar er hægt að greiða stöðugjaldið með korti, peningi eða snjallforritum í símanum svo sem Easy Park eða Parka.
Sektir
Ef lagt er í bílastæðin við Hringbraut án þess að hafa greitt í greiðsluvél eða vera með ökutækið skráð í Easy Park eða Parka færðu sekt.
Fyrirtækið GreenParking hefur umsjón með bílastæðunum við Hringbraut
sjá nánar á vef greenparking.is
Þjónustuver í síma 470 2450
