Talskona sjúklinga
Hlutverk
Talskona sjúklinga er fulltrúi sjúklinga og aðstandenda innan Landspítala.
Hlutverk talskonu er meðal annars að:
miðla upplýsingum
veita ráðgjöf til sjúklinga Landspítala og aðstandenda þeirra varðandi réttindi sjúklinga, upplifun þeirra, aðfinnslur, hrós
önnur málefni sem sjúklingar og aðstandendur telja mikilvægt að fá upplýsingar um eða koma á framfæri við stofnunina.
Hafa samband
Hægt er að hafa samband við talskonu sjúklinga með því að:
senda henni skilaboð í gegnum rafrænt eyðublað
senda tölvupóst á talskona@landspitali.is
hringja í 543 1000 og óska eftir símtali frá talskonu
Símtölum og tölvupóstum er svarað innan 5 virkra daga.
