Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Fræðsluefni um MND

Heili og taugakerfi
Lungu og öndunarfæri

Áhrif MND á öndun og öndunarstuðningur

Úrræði við öndunarvanda

Sjúkdómsferli einstaklinga með MND getur haft mismunandi áhrif á fólk. Það fá ekki allir sömu einkenni og þau koma oft ekki fram í ákveðinni röð. Á einhverjum tímapunkti í sjúkdómsferlinu gætir þú upplifað breytingar á öndun.

Þó svo að breytingar á öndun (máttminnkun öndunarvöðva) gangi ekki til baka, er til meðferð sem getur dregið úr einkennum vegna öndunarörðugleika.

Ef spurningar vakna eftir lestur þessara upplýsinga er hægt að leita til MND teymisins. Hægt er að vísa á hjúkrunarfræðinga heimaöndunarvélateymis (HÖT) og til lungnasérfræðings ef þú óskar eftir mati með tilliti til öndunar eða ef að þú finnur fyrir breytingum á öndun.

Úrræði við öndunarvanda

Öndunarstuðningur með öndunarvél

Við öndunarfæravanda er hægt að íhuga öndunarstuðning með öndunarvél. Í eftirfarandi köflum er farið yfir það sem gott er að íhuga, með heilbrigðisstarfsfólki MND teymis og HÖT (heimaöndunarvélateymis), þegar ákvörðun er tekin um að nota öndunarstuðning eða ekki. Þar með talið:

  1. Hvers vegna gæti ég þurft stuðning við öndun?

  2. Hvað þarf að hafa í huga varðandi öndunarstuðning með grímu.

  3. Hvað þarf að hafa í huga varðandi öndunarstuðning sem krefst skurðaðgerðar á barka (barkaraufun)

  4. Hvað þarf ég að vita um almenna notkun og meðferðina?

  5. Hvað þarf ég að vita ef ég vil hætta meðferð? (Endurskoðun meðferðar er alltaf þinn réttur)

  6. Hvernig afla ég mér meiri þekkingar?

Að hætta öndunarstuðningi með öndunarvél

MND getur haft áhrif á öndunarvöðva eftir því sem sjúkdómurinn ágerist og þér gæti verið vísað til heimaöndunarvélateymis (HÖT) Landspítala. Þau munu útskýra þann öndunarstuðning sem völ er á og þú getur valið að fá stuðning við öndun með öndunarvél.

Með tímanum getur þú orðið háð/ur notkun öndunarvélar þannig að þú þarft að vera vel upplýst/ur um það val sem að þú hefur. Öndunarstuðningur getur bætt lífsgæði og lengt líf, en hindrar ekki framþróun sjúkdómsins.

Tal og samskipti geta einnig orðið fyrir áhrifum af MND. Óskaðu eftir frekari upplýsingum hjá heilbrigðisstarfsfólki sem fyrst, til öryggis, ef að þú finnur fyrir erfiðleikum við að tjá þig. Það er mikilvægt að þau þekki vilja þinn og óskir. Ef að þú verður háð/ur öndunarvél þá getur þú valið að hætta þeirri meðferð þegar þú vilt.

Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks er nauðsynlegur þegar hætta á notkun öndunarvélar og þessi kafli inniheldur upplýsingar um hvernig það er gert:

  1. Af hverju þarf ég að íhuga að hætta meðferð með öndunarvél?

  2. Hverjir þurfa að taka þátt í umræðunni?

  3. Hvernig er það skipulagt að hætta meðferð með öndunarvél?

  4. Hvað gerist þegar hætt er meðferð með öndunarvél?

  5. Hvaða stuðningur stendur til boða?

  6. Hvernig get ég fengið meiri upplýsingar?

Flugferðir og öndunarstuðningur

Góðar líkur eru á því að þú getir ferðast með flugi en gott er að meta áður hvort óhætt að fljúga. Möguleiki er á því að þú þurfir á öndunarstuðningi að halda.

Hér á eftir koma nánari upplýsingar um:

  1. Hvernig hefur flug áhrif á öndun?

  2. Hvernig kemst ég að því hvort óhætt sé að fljúga?

  3. Get ég tekið öndunarvél með um borð í flugvél?

  4. Hvað þarf ég að íhuga áður en ég fer í flug?

  5. Hvar nálgast ég fleiri upplýsingar?

Riluzole lyfjameðferð

Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að riluzole geti af læknisfræðilegum ástæðum ekki hentað þér. Sé svo skaltu ræða það við MND teymið, yfirleitt taugasérfræðing og fá um það skriflegar upplýsingar.

Næring

Sjúkra- og iðjuþjálfun

MND hefur mismunandi áhrif á fólk en sem dæmi um einkenni má nefna vandamál við að hreyfa sig, fara um og breyta um líkamsstellingu.

Sjúkraþjálfun styður við hreyfingu og virkni ef fólk glímir við afleiðingar slysa, veikinda eða skerðingar. Árangur næst með hreyfingu og líkamsþjálfun, fræðslu og ráðgjöf. Sjúkraþjálfun vinnur ekki gegn þróun MND en getur viðhaldið hreyfigetu og vellíðan. Hér er gerð grein fyrir því hvernig sjúkra- og iðjuþjálfun getur gagnast við MND og hvar hægt er að fá slíkan stuðning.

Ráðlagt er að fólk með MND leiti ráða hjá heimilislækni eða sjúkraþjálfara áður en skipulagðar æfingar hefjast.

Stuðningur við einstakling ef sjúkdómurinn skerðir hugsun

Upplýsingar fyrir umönnunaraðila einstaklinga með MND

Allt að helmingur einstaklinga með MND finnur fyrir breytingum á hugsun og atferli en áhrifin geta komið fram á ýmsa vegu. Hjá mörgum eru breytingarnar óljósar og hafa lítil áhrif á daglegt líf. Hjá sumum geta breytingarnar verið meira áberandi. Þessi hópur þarf á auknum stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs.

Ef þú annast einstakling með MND gætirðu velt því fyrir þér við hverju má búast ef sjúkdómurinn fer að hafa áhrif á hugsun. Hér er farið yfir mögulegar breytingar og hvernig nálgast megi stuðning og úrbætur sem gætu komið að gagni.

MND- verkjastjórnun

Verkir eru ekki eitt af einkennum MND sjúkdómsins en hins vegar geta minnkuð hreyfifærni, stífleiki eða krampar í vöðvum valdið verkjum. Misjafnt er hvort og hvar í líkamanum fólk með MND finnur fyrir verkjum.