MND teymi
Efnisyfirlit
Þjónusta
MND-teymið býr yfir sérþekkingu á vöðva- og taugasjúkdómum og umönnun fólks með MND. Teymið sinnir greiningu, mati og meðferð sjúklinga og skipuleggur og samhæfir aðkomu fagaðila.
Hlutverk MND teymis er að
veita meðferð, fræðslu, ráðgjöf, eftirlit og stuðning fyrir fólk með MND og aðstandendur þess.
stuðla að bættum lífsgæðum með því að efla bjargráð fjölskyldna og umönnunaraðila.
vera málsvari og gæta hagsmuna fólks með MND.
veita samráðsvettvang fyrir fagfólk sem styður MND sjúklinga og aðstandendur þeirra.
Markmið MND teymis er að
veita meðferð, ráðgjöf, eftirlit og stuðning samkvæmt leiðbeiningum og verklagsreglum.
uppfæra og gera fræðsluefni aðgengilegt fyrir sjúklinga og aðstandendur.
tryggja sjálfræði og virðingu fyrir ákvörðunum sjúklinga og aðstandenda varðandi meðferð.
tryggja skilvirka og sérhæfða þjónustu fyrir sjúklinga, aðstandendur og umönnunaraðila.
Samskipti sjúklinga og aðstandenda við fagaðila
Fagaðilar ræða við sjúklinga og aðstandendur. Samtöl við fagaðila geta skarast að einhverju leyti, þar sem hver fagaðili leggur áherslu á sitt sérsvið.
Að endurtaka upplýsingar hjálpar sjúklingum og aðstandendum þeirra að átta sig betur á ástandinu.
Ef þú veist ekki hvert þú átt að leita eða ef málið er áríðandi, sendu okkur þá tölvupóst mnd@landspitali.is og réttur aðili svarar.
