Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Þjónusta

HÖT er þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga og lækna með sérþekkingu í meðhöndlun sjúklinga sem þurfa að nota innri eða ytri öndunarvél. Teymið vinnur með sjúklingum sem glíma við öndunarbilun vegna lungnasjúkdóma, vöðvarýrnunar eða slysa.

Hlutverk HÖT teymis er að

  • meta öndunargetu og greina breytingar sem krefjast meðferðar með öndunarvél.

  • veita einstaklingsmiðaða meðferð í samráði við sjúkling og fjölskyldu.

  • veita fræðslu, ráðgjöf, stuðning og eftirfylgd með göngudeildarþjónustu, heimavitjunum og símtölum.

  • veita ráðgjöf fyrir starfsfólk Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana.

  • skipuleggja fræðslu þrisvar á ári fyrir fjölskyldur og umönnunaraðila í hermisetri Landspítala.

Markmið

  • Tryggja bestu mögulegu meðferð samkvæmt nýjustu þekkingu.

  • Virða sjálfræði sjúklinga og aðstandenda í ákvörðunum varðandi meðferð.

  • Veita sérhæfða og skilvirka þjónustu fyrir sjúklinga, fjölskyldur og umönnunaraðila.

Skipulag þjónustu

  • Heimaöndunarvélateymið starfar alla virka daga frá 8 til 16

  • Teymisfundir eru haldnir á þriðjudögum eftir hádegi og þá er skipulögð móttaka á göngudeild A3 eftir þörfum hvers sjúklings