Sveitarstjórnarkosningar
Sveitarstjórnarkosningar fara fram á fjögurra ára fresti. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 2026.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.
Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.
Þegar kosið er til sveitarstjórna má tala um þrjár tegundir kosninga; bundnar hlutfallskosningar, óbundnar kosningar og sjálfkjörið.
Bundnar hlutfallskosningar:
Þá eru í kjöri tveir eða fleiri framboðslistar og eða s.k. listakosningar.
Þá velur kjósandi það framboð sem honum hugnast best með því að merkja X í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa
Óbundnar kosningar:
Þá er enginn framboðslisti í kjöri heldur allir íbúar í sveitarfélaginu sem hafa kosningarétt og hafa ekki skorast undan því að taka sæti í sveitarstjórn.
Atkvæðagreiðsla við óbundnar kosningar til sveitarstjórna fer þannig fram að kjósandi skrifar á kjörseðilinn fullt nafn og heimilisfang aðalmanna á þann hluta kjörseðilsins sem ætlaður er fyrir kjör aðalmanna. Á þann hluta seðilsins sem ætlaður er fyrir kjör varamanna ritar hann nöfn varamanna og heimilisföng þeirra í þeirri röð sem hann kýs að þeir taki sæti allt að þeirri tölu sem kjósa á.
Sjálfkjörið:
Ef aðeins einn framboðslisti hefur komið fram við lok framboðsfrests verður sá listi sjálfkjörinn. Þá er ekki kosið í sveitarfélaginu.
Landfræðileg afmörkun við sveitarstjórnarkosningar þegar kosið er til nýrra sveitarstjórna er hvert og eitt sveitarfélag.
Við sveitarstjórnarkosningarnar 2022 voru 64 sveitarfélög á Íslandi.
Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 38 dögum fyrir kjördag.
Þeir námsmenn á Norðurlöndunum sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag, eiga kosningarrétt í því sveitarfélagi þar sem lögheimili þeirra var skráð við brottflutning.
Allir danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgara sem eiga lögheimili á Íslandi og hafa náð 18 ára aldri á kjördag.
Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag.