Alþingiskosningar
Reglulegar alþingiskosningar fara fram á fjögurra ára fresti.
Ný stjórnmálasamtök sem ætla að bjóða fram til Alþingis þurfa að sækja um listabókstaf og staðfest heiti stjórnmálasamtakanna til dómsmálaráðuneytisins.
Sjá nánar hér um skilyrðin: Stjórnarráðið | Kosningar (stjornarradid.is)
Eftir alþingiskosningar tekur dómsmálaráðuneytið saman skrá um listabókstafi og heiti stjórnmálasamtaka við kosningarnar og halda þau sínum listabókstaf ef þau bjóða fram við næstu kosningar.
Stjórnmálasamtök sem hafa fengið úthlutuðum listabókstaf eru:
B-listi: Framsóknarflokkur
C-listi: Viðreisn
D-listi: Sjálfstæðisflokkur
F-listi: Flokkur fólksins
G-listi: Græningjar stjórnmálasamtök
J-listi: Sósíalistaflokkur Íslands
L-listi: Lýðræðisflokkurinn – samtök um sjálfsákvörðunarrétt
M-listi: Miðflokkurinn
O-listi: Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
P-listi: Píratar
S-listi: Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands
V-listi: Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Y-listi: Ábyrg framtíð
Kjörtímabilið er fjögur ár og eiga almennar reglulegar alþingiskosningar að fara fram við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.
Ef Alþingi er rofið fara alþingiskosningar fram þann dag sem þingrofið tekur gildi.
Kjördæmi er landfræðileg afmörkun á því svæði þar sem kjósandi kýs. Kjördæmi við alþingiskosningar eru sex talsins og ræðst afmörkun þeirra af mörkum einstakra sveitarfélaga en Reykjavík skiptist í tvö kjördæmi. Kjördæmin eru:
Norðvesturkjördæmi
Norðausturkjördæmi
Suðurkjördæmi
Suðvesturkjördæmi
Reykjavíkurkjördæmi norður
Reykjavíkurkjördæmi suður
Yfirlitsmynd af skiptingu kjördæma:
Allir íslenskur ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili á Íslandi.
Íslendingar 18 ára og eldri sem eiga lögheimili erlendis hafa kosningarrétt í sextán ár frá því að flutt var frá Íslandi ef þeir hafa einhverntíma átt lögheimili á Íslandi. Eftir þann tíma þarf að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að vera tekinn á kjörskrá. Ákvörðun um töku á kjörskrá gildir í fjögur ár frá 1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram.