Um landskjörstjórn
Landskjörstjórn er sjálfstæð stjórnsýslunefnd, sett á fót 1. janúar 2022 til þess að
hafa yfirumsjón með framkvæmd kosninga
annast framkvæmd kosningalaga
Landskjörstjórn heyrir stjórnarfarslega undir ráðherra sem fer með málefni kosninga.
Dómsmálaráðherra skipar fimm einstaklinga í landskjörstjórn og jafnmarga til vara. Þrír stjórnarmenn skulu kosnir af Alþingi, þar á meðal formaður landskjörstjórnar, og tveir skulu tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn skulu valdir með sama hætti.
Landskjörstjórn
Aðalmenn eru
Kristín Edwald, formaður
Arnar Kristinsson
Ebba Schram
Hulda Katrín Stefánsdóttir
Magnús Karel Hannesson
Varamenn eru
Björn Þór Jóhannesson
Elín Ósk Helgadóttir
Iðunn Garðarsdóttir
Ólafía Ingólfsdóttir
Valur Rafn Halldórsson
Landskjörstjórn fundar að jafnaði einu sinni í mánuði.