Fara beint í efnið
Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Þjóðarakvæðagreiðsla getur farið fram ef Alþingi ályktar að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp. Þjóðaratkvæðagreiðsla getur einnig farið fram um

  • kröfu Alþingis um að forseti verði leystur frá störfum

  • ef forseti synjar lagafrumvarpi staðfestingar

  • um breytingar á kirkjuskipan ríkisins

Heimilt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt kosningalögum samhliða kosningum til Alþingis eða forsetakjör.

Kynningarmál

Landskjörstjórn skal standa fyrir víðtækri kynningu á því málefni sem borið er undir þjóðaratkvæði. Landskjörstjórn setur nánari reglur um fyrirkomulag kynningar.

Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna synjunar forseta á staðfestingu lagafrumvarps skal landskjörstjórn auglýsa eins fljótt og kostur er. Eigi síðar en viku fyrir atkvæðagreiðsluna skal landskjörstjórn auglýsa með tryggilegum hætti lög þau sem forseti synjaði staðfestingar svo að kjósendur geti kynnt sér efni þeirra. Frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi meðferð þess skulu vera aðgengileg á áberandi stað á vef landskjörstjórnar.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is