Forsetakosningar fara fram á fjögurra ára fresti.
Landskjörstjórn auglýsir forsetakosningar a.m.k. þremur mánuðum fyrir kjördag og tiltekur hámarks- og lágmarkstölu meðmælenda forsetaefnis úr hverjum landsfjórðungi.
Kjördagur við forsetakjör er fyrsti laugardagur í júnímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.
Kjörtímabil forseta er fjögur ár. Ef forseti deyr eða lætur af störfum áður en kjörtíma hans er lokið skal innan árs kjósa nýjan forseta sem situr til 30. júní á fjórða ári frá þeirri kosningu.
Kjördæmi er landfræðileg afmörkun á því svæði þar sem kjósandi neytir kosningaréttar. Kjördæmi við kjör forseta Íslands eru sex talsins og ræðst afmörkun þeirra af mörkum einstakra sveitarfélaga en Reykjavík skiptist í tvö kjördæmi. Kjördæmin eru:
Norðvesturkjördæmi
Norðausturkjördæmi
Suðurkjördæmi
Suðvesturkjördæmi
Reykjavíkurkjördæmi norður
Reykjavíkurkjördæmi suður
Forsetaefni þarf samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar að safna meðmælendum eftir landsfjórðungum sem eru fjórir, Sunnlendingafjórðungur, Vestfirðingafjórðungur, Norðlendingafjórðungur og Austfirðingafjórðungur. Forsetaefni þarf að hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna, en mest 3000.
Allir íslenskur ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili á Íslandi.
Íslendingar 18 ára og eldri sem eiga lögheimili erlendis hafa kosningarrétt í sextán ár frá því að flutt var frá Íslandi ef þeir hafa einhverntíma átt lögheimili á Íslandi. Eftir þann tíma þarf að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að vera tekinn á kjörskrá.
Ákvörðun um töku á kjörskrá gildir í fjögur ár frá 1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram.
Þjónustuflokkar