Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landskjörstjórn Forsíða
Landskjörstjórn Forsíða

Landskjörstjórn

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022. Kosið var í 62 sveitarfélögum, í 49 sveitarfélögum var listakosning en óbundin kosning í 13 sveitarfélögum. Í tveimur sveitarfélögum barst aðeins einn framboðslisti og var þar sjálfkjörið.

Þetta voru fyrstu kosningar þar sem landskjörstjórn var starfrækt sem stofnun og kosningarnar þær fyrstu sem fram fóru samkvæmt nýjum kosningalögum sem samþykkt voru árið 2021. Með lögunum var kosningaréttur erlendra ríkisborgara í sveitarstjórnarkosningum rýmkaður, þar sem ríkisborgarar Norðurlandanna fengu kosningarétt um leið og þeir tóku upp búsetu á Íslandi, en ríkisborgarar annarra landa eftir þriggja ára búsetu.

Kjörsókn á landsvísu var 62.8%. Nánar um niðurstöður og tölfræði kosninganna má finna á vef Hagstofunnar.

Hér fyrir neðan má finna afrit af kosningaskýrslum sveitarfélaga.

Lands­kjör­stjórn

Heim­il­is­fang

Tjarnargata 4

101 Reykjavík

kt. 550222-0510

Hafðu samband

Sími: 540 7500

postur@landskjorstjorn.is